Deilur vegna framkvæmda Valsmanna

Framsóknarmenn og flugvallarvinir lögðu til í borgarráði í vikunni að hafnar yrðu viðræður við félög sem tengjast uppbyggingu á Hlíðarendasvæðinu. Hugmyndin er að fyrirhugaðar byggingar á svæðinu komist fyrir án þess að vera hindrun fyrir svokallaða „neyðarbraut“ á Reykjavíkurflugvelli, norður-suður braut.

Valsmenn hf. hyggja á íbúðabyggingar á svæðinu og vilja reisa 600 íbúðir. Áður var fyrirhugað að þær yrðu 360. Unnið er að skipulagi.

Samtökin Hjartað í Vatnsmýri hafa gagnrýnt að til standi að hefja framkvæmdir á svæðinu. Samtökin héldu fjölsóttan fund um málið í vikunni. Fyrirhuguðum framkvæmdum er mótmælt þar sem Rögnunefndin svonefnda sé enn að störfum. Hún á að leggja til framtíðarstaðsetningu fyrir innanlandsflug og ljúka störfum fyrir áramót. Ragna Árnadóttir sá sér ekki fært að svara fyrirspurn blaðsins.

Reykjavík vikublað 39. tbl. 2014.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s