Eflum sjálftraust og gleði

Jóna Björg Sætran
Jóna Björg Sætran

Er eitthvað með öðrum hætti en við viljum í grunnskólanum? Hvaða einstaklingar virðast viðkvæmari en aðrir, hverjum þarf sérstaklega að hlúa að? Hverjir standa höllum fæti t.d. hvað varðar almenn samskipti og félagsleg tengsl? Eru unglingarnir okkar á kafi í tölvuleikjum og sýndarveruleika nútíma samskiptamiðla, eiga þeir fullt af vinum á Facebook en eru samt einmana og daprir?

Þegar skólastjóri í grunnskóla í Reykjavík var nýlega spurður að því hvað honum væri efst í huga er tengdist velferð nemenda þá reyndist það vera vandi barna og unglinga sem væru að fara út í eða komin í neyslu fíkniefna.

Vímuefna- og eiturlyfjaváin verður sífellt alvarlegri og það þarf ekki annað en að rýna smávegis í minningargreinar um ungt fólk til að skynja alvarleikann. Það hlýtur að eiga að vera eitt af forgangsverkefnum skólayfirvalda sem og foreldra að vinna að sem allra bestu úrbótum í þessum málaflokki og efla og styrkja unga fólkið okkar eftir því sem tök eru á. Til þess þarf auknar fjárveitingar til enn öflugri forvarna og uppbyggingar.

Eitt besta forvarnarúrræðið hlýtur að vera að byggja upp vellíðan og gott sjálfstraust. Hér er ekki hægt að undanskilja heimilin þar sem foreldrar bera ábyrgð á velferð og vellíðan barnanna. Þeir bera einnig ábyrgð á skólagöngu barnanna, bæði að börnin mæti í skólann og að þau sinni náminu sem skyldi.

Við verðum að sinna unga fólkinu okkar betur. Við þurfum að sýna meiri áhuga á því sem þau hafa áhuga á. Við þurfum að læra að þegja og hlusta, leyfa þeim að tjá sig. Styrkja jákvæð samskipti, sjálfstraust þeirra, lífsgleði, félagsleg tengsl og annað sem ætla má að geti stuðlað að meiri vellíðan og sjálfsöryggi til þess að þau njóti sín betur og hæfileikar þeirra nýtist þeim betur í leik og starfi. Gerum okkar allra besta.

Jóna Björg Sætran, M.Ed, menntunarfræðingur og markþjálfi, Varaborgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina

Reykjavík vikublað 39. tbl. 2014.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s