Undirbúa hækkanir hjá öldruðum

Til stendur að hækka flestar gjaldskrár velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Fjallað var um fyrirhugaðar hækkanir í velferðarráði síðari hluta september, þar sem þær voru samþykktar og vísað til borgarráðs. Borgarráð hefur enn ekki fjallað um fyrirhugaðar hækkanir. Samkvæmt upplýsingum frá borginni segir að verði af þessum hækkunum þá þurfi að kynna málið vel öllum hagsmunaaðilum.

Gjöld hækka

Í drögum að nýjum gjaldskrám sem Reykjavík vikublað hefur aflað hjá borginni, kemur meðal annars fram að þjónustugjöld í íbúðum aldraðra eigi að hækka ríflega þrjú prósent.

Þetta á við í Lönguhlíð, Furugerði, Dalbraut og Seljahlíð og Lindargötu. Mánaðargjöld á þessum stöðum hækka frá 100 krónum og upp í 700 krónur á mánuði.

Einnig hækka gjaldskrár í félagsstarfi fyrir aldraða um 3,45-3,85 prósent. Sú hækkun er frá 40 krónum á mánuði fyrir opið félagsstarf.

Þjónustugjald í Foldabæ á að hækka um tæplega 2.500 krónur á mánuði, upp í 75.650.

Þá stendur enn fremur til að hækka tímagjald fyrir heimaþjónustu eldri borgara um 35 krónur á tímann. Samkvæmt upplýsingum frá borginni á fólk samt aldrei að greiða fyrir meira en sex klukkustundir. Njóti fólk aðstoðar við fleira en þrif, sé þjónustan gjaldfrjáls.

Þá stendur einnig til að hækka verð á öllum veitingum um allt að tíu prósentum. Verð á kaffibolla á að hækka um 5 krónur, úr 160 í 165 kall. Og verð á mjólkurglasi úr 50 í 55 krónur, eða um tíu prósent.

Máltíðin hækkar um 20 krónur

Verð fyrir hádegis- og kvöldmat, sem og heimsendan mat mun einnig eiga að hækka í verði og nemur hækkunin frá 2,65 prósentum og upp í 3,13, en hækkunin nemur um tuttugu krónum fyrir hverja máltíð.

Til stóð að hækka einnig gjaldskrár fyrir ferðaþjónustu fatlaðra og aktursþjónustu eldri borgara, en því var frestað samkvæmt upplýsingum frá borginni.

Reykjavík vikublað 39. tbl. 2014.

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s