Vopnin komu í janúar

Torbjørn Kjosvold _ FORSVARETS MEDIEARKIVTvær sendingar af vopnum fór frá Noregi til Íslands á árunum 2013 og 2014. Þetta kemur fram í gögnum norsku Hagstofunar um útflutning frá landinu. Fyrsta sendingin er skráð í júní árið 2013 en samkvæmt gögnunum var þar um að ræða tíu stykki. Í janúar á þessu ári fór svo önnur sending vopna frá Noregi til Íslands, þá 250 stykki. Víst má telja að a.m.k. síðari sendingin hafi innihaldið hríðskotabyssur til íslenskra yfirvalda, en óvíst er um hina fyrri.

Dag Aamont, upplýsingafulltrúi norska hersins sagði í yfirlýsingu á fimmtudag að Norðmenn hefðu selt hingað 250 hríðskotabyssur samkvæmt samningi sem undirritaður var í desember í fyrra. Hann hafði áður neitað að veita Reykjavík vikublaði upplýsingar um málið og bar við að í því fælust afskipti af íslenskum innanríkismálum. Landhelgisgæslan segist í yfirlýsingu hafa haft milligöngu um að fá vopnin hingað til lands, að beiðni Ríkislögreglustjóra. Ríkislögreglustjóri segist fyrst hafa óskað eftir vopnum frá Noregi í ágúst í fyrra.

Reykjavík vikublað 39. tbl. 2014.

(Umfjöllun og umræða bls. 10-12.)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s