Niðurskurður, brauðmolar, nýfrjálshyggja

Ríkisstjórnin á Bessastöðum. Mynd: Pressphotos.biz.
Stefna ríkisstjórnarinnar einkennist af frjálshyggju, brauðmolakenningu og niðurskurði.
Mynd: Pressphotos.biz.

Hver er stefna ríkisstjórnarinnar eins og hún birtist í fjárlagafrumvarpi?

Stefna ríkisstjórnar Íslands einkennist af niðurskurði og nýfrjálshyggju og brauðmolakenningunni svonefndu, einkum þegar kemur að sjávarútveginum. Þetta er meðal þess sem álitsgjafar Reykjavíkur vikublaðs nefna, þegar þeir eru beðnir um að lýsa stefnu ríkisstjórnar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins.

„Fólk sér þetta og horfir upp á hnignandi heilbrigðisþjónustu og aðþrengda skóla. Spennan er um þetta. Ég hygg að það sé þess vegna sem ríkisstjórnin er ekki að ganga lengra. Þeir ætluðu sér alltaf að ganga miklu lengra í átt að því að endurheimta skattkerfið eins og það var fyrir hrun,“ segir Stefán Ólafsson prófessor í félagsfræði meðal annars.

Stefanía Óskarsdóttir, lektor við Háskóla Íslands og doktor í stjórnmálafræði, segir að þolinmæði almennings sé lítil. Fólk hafi viljað taka á sig byrðar á árunum eftir hrun, en þegar stjórnmálamenn hafi talað um að allt sé á uppleið, þá vilji það finna það á eigin skinni.

Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar Alþingis segir að gagnrýni á fjárlagafrumvarpið sé „samfylkingarspuni“.

Fjallað er um málið í Reykjavík vikublaði.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s