Orkuveitan hyggst taka tíu milljarða lán

Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.

Orkuveita Reykjavíkur hefur í hyggju að taka lán upp á tíu milljarða króna á næsta ári, til að bæta lausafjárstöðu sína. Fjallað hefur verið um málið á eigendafundi Orkuveitunnar sem haldinn var nýlega, auk þess sem stofnanir borgarinnar fjölluðu um málið í tengslum við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar á dögunum.

„Rekstur Orkuveitunnar hefur batnað verulega á síðustu árum og fjárhagsstaðan þar með styrkst. Þess vegna standa fyrirtækinu nú til boða leiðir í fjárstýringu og áhættuvörnum, sem áður voru lokaðar. Að bæta lausafjárstöðuna með hagstæðum lánum er ein þeirra. Áætlanir Orkuveitunnar til næstu sex ára, sem hafa verið birtar almenningi og eigendur hafa nú samþykkt, gera ráð fyrir því að þessi leið verði farin,“ segir Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur í samtali við blaðið.

Í svonefndu Plani, um viðsnúning í rekstri OR sem gildir til ársins 2016, var ekki gert ráð fyrir nýjum lántökum. Fram kemur í bókun á eigendafundi OR sem haldinn var í lok nóvember að markmið Plansins hafi „gengið eftir og gott betur“. Þess vegna samþykki fulltrúar eigenda þessa fyrirhugðu lántöku. „Einstakar nýjar lántökur, sem njóta eiga ábyrgðar eigenda, munu eftir sem áður þurfa samþykki eigenda,“ segir þar enn fremur. „ Andvirði lánanna verður geymt í sjóði Orkuveitunnar og er ekki ætlað að verja því til fjárfestinga. Lánin auka því ekki á hreina lánabyrði samstæðu Reykjavíkurborgar,“ segir í rökstuðningi Orkuveitunnar um fyrirhugaða lántöku til borgarinnar. Birgir Björn Sigurjónsson, fjármálastjóri borgarinnar segir í umsögn Fjármálaskrifstofu borgarinnar að með því að samþykkja lántökuna sé verið að treysta rekstur OR og draga úr lausafjáráhættu félagsins.

Skuldir Orkuveitu Reykjavíkur námu ríflega 200 milljörðum króna í lok september samkvæmt níu mánaða uppgjöri.

Reykjavíkurborg á rúm 93,5 prósenta hlut í OR, Akraneskaupstaður rúm 5,5 prósent og Borgarbyggð tæpt prósent.

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s