Tékkarnir farnir

Screen Shot 2015-04-02 at 4.20.56 PMStikkprufuvörnum á Íslandi er lokið í bili.

Tékkneska flugsveitin sem hér hefur verið við svonefnda loftrýmisgæslu frá í október, fór af landi brott um helgina. Liðið var hér mun lengur en fyrirhugað var. Áætlað er að kostnaður ríkisins vegna framlengingar á loftrýmiseftirlitinu muni nema á bilinu 6-10 milljónum króna.

Flugsveit frá Tékklandi kom hingað til lands snemma í október, um 80 manns og fimm orrustuþotur. Liðið var við æfingar við Akureyrarflugvöll og Egilsstaðaflugvöll, að því er fram kom í fréttatilkynningu Landhelgisgæslunnar frá því í byrjun þessa mánaðar.

Alla jafna er gert ráð fyrir því að svona æfingar standi aðeins í fáar vikur, en Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, sagði að ákveðið hefði verið að framlengja dvöl Tékkanna „Einfaldlega út af því að ástand mála hefur þróast í þessa átt á undanförnum mánuðum,“ sagði ráðherrann við Rúv og vísað til aukinna umsvifa Rússa í háloftunum. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni hefur ekki orðið vart við aukið flug á svæði Íslands.

„Kostnaður við hefðbundið 3 vikna loftrýmiseftirlit er að jafnaði á bilinu 10-20 milljónir. Lengri dvöl, eins og í þessu tilfelli, fylgir viðbótarkostnaður sem felst fyrst og fremst í öryggisgæslu og annarri þjónustu sem keypt er af Isavia, leigu á bílaleigubílum vegna flutninga á liðsmönnum tékkneska flughersins innan öryggissvæðisins á Keflavíkurflugvelli, þrifum og fjarskiptakostnaði. Áætlað er að kostnaðurinn verði á bilinu 6-10 milljónir en hann mun ekki liggja fyrir fyrr en búið verður að gera upp við íslenska þjónustuaðila,“ segir í skriflegu svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Reykjavíkur vikublaðs um kostnað vegna framlengingar á dvöl Tékkanna. „Kostnaður íslenskra stjórnvalda af loftrýmisgæslu erlendra flugherja er að jafnaði innan við 10% af því sem þeir greiða fyrir veru sína á sama tímabili til þjónustuaðila á Suðurnesjum,“ segir í svarinu sömuleiðis.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s