Mál ársins 2014: Lekamálið stendur uppúr

Lekamálið stendur uppúr. Hanna Birna Kristjánsdóttir. Mynd: Pressphotos.biz.
Lekamálið stendur uppúr. Hanna Birna Kristjánsdóttir.
Mynd: Pressphotos.biz.

Álitsgjafar Reykjavíkur vikublaðs velja mál ársins 2014.

„Mál ársins er án alls vafa Lekamálið. Þáttur DV rís þar hæst og þrautsegja blaðamanna þar að halda málinu gangandi allt til enda,“ segir einn fjölmargra álitsgjafa Reykjavíkur vikublaðs. Flestum álitsgjöfum blaðsins finnst Lekamálið vera fréttamál ársins 2014. Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði af sér sem innanríkisráðherra, og Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður hennar, var dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir að láta fjölmiðlum í té minnisblað um hælisleitandann Tony Omos, ásamt með eigin viðbótum. Umboðsmaður Alþingis hefur málið enn til umfjöllunar.

Álitsgjafar blaðsins nefna fjölmörg önnur mál. Misskipting, ógn við grunnstoðir samfélagsins og umhverfismál eru ofarlega í huga fólks sem og kosningabarátta Framsóknarflokksins í Reykjavík. Þá kemst „leiðréttingin“ einnig á blað og fær einkunnina „stærsta spennufall eins kosningaloforðs frá upphafi.“

Fjallað er um málið í Reykjavík vikublaði.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s