Engar athugasemdir við bílahlunnindi

HalldorAudarSvanssonStjórn byggðasamlagsins Sorpu gerir engar athugasemdir við fyrirkomulag bifreiðahlunninda starfsmanna. Frá þessu er greint í fundargerð stjórnar Sorpu, þar sem segir að framkvæmdastjori hafi kynnt málið fyrir stjórn. Eftir því sem Reykjavík vikublað kemst næst er þó ekki ólíklegt að þessi mál verði tekin upp hjá Sambandi Sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

Reykjavík vikublað greindi frá því fyrir nokkru að 11 starfsmenn Sorpu hefðu bíl til umráða frá byggðasamlaginu. Þetta væri hluti af ráðningarkjörum. Kostnaður Sorpu við rekstur bifreiðanna næmi upp undir tíu milljónum króna á ári.

Halldór Auðar Svansson, borgarfulltrúi Pírata og fulltrúi Reykjavíkurborgar í stjórn Sorpu, segir í samtali við blaðið að fara mætti betur yfir þessi mál. „Og ekki síst heildstætt hjá byggðasamlögunum. Hvort þarna sé gætt jafnræðis í kjörum fyrir sambærileg störf og svo framvegis.“

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s