Borgin heimtar Bláfjöllin

Blafjoll05Reykjavíkurborg í mál við Kópavogsbæ.

Reykjavíkurborg hefur stefnt Kópavogsbæ og krefst lögsögu á ýmsum svæðum austur af þéttbýlinu. Krafa borgarinnar er sú að „allri þjóðlendu innan afréttar Seltjarnarneshrepps hins forna“ verði skipað innan staðarmarka borgarinnar. Innan þess svæðis sem borgin krefst lögsögu á eru Bláfjöll og einnig fjallið Vífilsfell sem Kópavogsbúar hafa raunar valið sem bæjarfjall sitt.

Stefnan var lögð fram skömmu fyrir jól.

Óbyggðanefnd úrskurðaði síðasta sumar að svæðið teldist þjóðlenda, en lögsaga skyldi vera hjá Kópavogsbæ.

Í stefnu Reykjavíkurborgar segir meðal annars að það „leiði af eðli máls“ að lögsaga á sé eðlilegt að stærsta sveitarfélagið á svæðinu fari með lögsöguna. Þá segir borgin að máli skipti, til dæmis varðandi Bláfjöllin, að Reykjavík hafi staðið undir 60-70 prósentum kostnaðar við rekstur skíðasvæðanna, en Kópavogur aðeins 15 prósent. Þá vegi vatnsverndarsjónarmið þungt og telur borgin brýnt að fá landið inn fyrir sín mörk „þar sem umrætt svæði er aðrennslissvæði Gvendabrunna, höfuðvatnsbóls Reykvíkinga.“

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s