Skiptar skoðanir um frídag

Fólk flykktist á Austurvöll sumarið 2015. Bríet Bjarnhéðisdóttir fyrir miðri mynd flytur ávarp.
Fólk flykktist á Austurvöll sumarið 2015. Bríet Bjarnhéðisdóttir fyrir miðri mynd flytur ávarp.

Oddvitar bæjarfélaga á höfuðborgarsvæðinu taka mis vel í hugmyndir um sérstakan frídag 19. júní í ár, í tilefni af því að 100 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt til Alþingis. Bæjarstjórinn í Kópavogi leggst gegn hugmyndinni.

„Mér finnst þetta fín hugmynd sem ætti að skoða nánar,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar og oddviti Sjálfstæðisflokksins í bænum.

Hugmyndin

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, viðraði þá hugmynd á borgarstjórnarfundi í vikunni, að frí yrði gefið hinn 19. júní, á baráttudegi íslenskra kvenna, í tilefni af því að í ár eru 100 ár liðin frá því að konur fengu kosningarétt og öðluðust kjörgengi til Alþingis.

Dagur velti því upp að sameina hátíðahöld vegna þjóðhátíðardagsins 17. sama mánaðar og kosningaréttarafmælisins. Hinn 17. er á miðvikudegi í ár, en 19. júní er á föstudegi.

Á báðum áttum

Bjarni Torfi Álfþórsson, forseti bæjarstjórnar Seltjarnarness segist myndu vilja skoða þetta, „ef það er einhver alvara í þessu. Það er nú frelsisbarátta tengd báðum þessum dögum. Svona fyrirfram þá er ég ekkert voðalega spenntur fyrir þessu. En þetta er áhugverð pæling og þessu kastar maður sosum ekki út af borðinu að óathuguðu máli,“ segir Bjarni Torfi.

Á móti

Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri í Kópavogi segist vera mótfallinn því að blanda þessu saman. „Ég vil halda þjóðhátíðardaginn,“ segir hann í samtali við blaðið. Hann bætir því við að Kópavogur hyggist gera mikið í tengslum við 100 ára kosningaréttarafmælið „enda er mikil og merkileg saga kvenna í Kópavogsbæ,“ segir Ármann og nefnir sem dæmi að fyrsta konan sem gegndi stöðu bæjarstjóra á Íslandi hafi einmitt verið í Kópavogi. Hulda Jakobsdóttir var bæjarstjóri frá 1957-1962.

Theóra Þorsteinsdóttir, formaður bæjarráðs og oddviti Bjartrar framtíðar, tekur í svipaðan streng: „Mér líst ekki vel á þá hugmynd. Hér er verið að tala um að færa þjóðhátíðardaginn okkar yfir á allt aðra hátíð. 19. júni 2014, sem er 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna og þjóðhátíðardagurinn 17. júni þegar íslenska lýðveldið var stofnað og stjórnarskráin staðfest eru ólíkir viðburðir en báðir mikilvægir. Eiginlega of mikilvægir til þess að þetta eigi að snúast um einn og tvo frídaga.“

Fylgjandi

Hafnfirðingar virðast hins vegar alveg ákveðnir. Þannig tekur Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi VG og fyrrverandi bæjarstjóri undir með Rósu Guðbjartsdóttur. Það gerir einnig Guðlaug Kristjánsdóttir, forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar og oddviti Bjartrar framtíðar. „Ég held að þetta gæti orðið mjög skemmtilegt og um leið virkað sem tilraun í að færa frídag upp að helgi, sem oft hefur komið til tals.“ Hún bendir raunar á að í slíkum málum verði þetta að ná til allra, þar sem tilfærsla á frídegi á einum stað gæti skapað óþægindi fyrir fólk sem býr í einum bæ en sækir vinnu annað. „Það er eflaust ekki verið að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur að leggja til að færa sautjándann. En þetta myndi að sama skapi gera árið afar eftirminnilegt í sambandi við 100 ára afmæli kosningaréttarins.“

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s