Engin viðbrögð vegna Google

Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra.
Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra.

Bandarísk stjórnvöld kröfðust upplýsinga um íslenskan ríkisborgara.

„Ég hef ekki hugleitt það og það stendur ekki til,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra. Reykjavík vikublað spurði ráðherrann í vikunni hvort íslensk stjórnvöld myndu gera athugasemdir við eða óska skýringa á því að bandarísk yfirvöld kröfðu netrisann Google um upplýsingar um íslenskan ríkisborgara, Kristinn Hrafnsson, talsmann Wikileaks.

Kjarninn greindi frá því á dögunum að netrisinn Google hefði látið bandarísku alríkislögreglunni FBI, í té öll gögn sem tengdust skráningu Kristins hjá Google og tveggja annarra. Þar á meðal voru tölvupóstsamskipti, drög að tölvuskeytum og skeytum sem hafði verið eytt, auk fleiri upplýsinga.

Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks.
Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks.

Kristinn hefur í innlendum og erlendum fjölmiðlum gagnrýnt þetta harðlega, bæði Google og bandarísk stjórnvöld. „Í Bandaríkjunum er sú staða núna uppi, að ágeng og gagnrýnin blaðamennska er talin jafngilda hryðjuverkum. Önnur vestræn ríki fylgja eins og sauðir,“ segir Kristinn meðal annars um málið á Facebook síðu sinni.

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s