Verða að geta lifað af dagvinnu

einhamar2fiskvinnslagrindavik.isVerkalýðshreyfingin gagnrýnir talsmenn atvinnulífs og stjórnvalda:

„Útgangspunkturinn í þessari kröfugerð er að fólk þarf að geta lifað á dagvinnu,“ segir Drífa Snædal, framkvæmdastýra Starfsgreinasambandsins, um kröfugerð samtakanna gagnvart atvinnurekendum.

Krafa samtakanna er að dagvinnutaxtar lægstu launa verði 300 þúsund í enda samningstímabilsins. Það er að unnið verði markvisst næstu þrjú ár að því að dagvinna ein og sér nægi til að viðunandi lífsgæða. Það er mat samtakanna að 300 þúsund sé lágmark til að gera annars vegar lifað mannsæmandi lífi og hins vegar til þess að eiga fræðilegan möguleika á að safna fyrir húsnæði.

Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, segir atvinnurekendur og stjórnvöld ekki skilja hið norræna samningamódel. Þá skorti þá hófsemd sem þeir krefjast af launafólki. „Launahækkanir stjórnenda og millistjórnenda bera ekki vott um hófsemd, segir Gylfi og segir að sama megi segja um stefnu stjórnvalda í ýmsum málum.

„Þetta hangir allt saman; velferðakerfið, jöfnuður og skattkerfið þetta skiptir allt máli. Það er bara mjög mikilvægt að menn skilji þetta ef þeir vilja norrænt samningskerfi. Fólk verður að skilja að það felur ekki í sér hógværð lágtekjufólks en aðrir fái kjarabót.“

Fjallað er um málið í Reykjavík vikublaði.

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s