Hver fylgist með símanum?

Borgarstjorn núverandi 2Sjálfstæðismenn lögðu fram fyrirspurn í borgarráði í vikunni um hverjir hafi aðgang að upplýsingum um farsímanotkun kjörinna fulltrúa og starfsmanna Reykjavíkurborgar og hvernig sé farið með slíkt.

Upplýst var í vikunni að bæjaryfirvöld í Hafnarfirði hefðu sótt sér upplýsingar um símnotkun starfsmanns bæjarins beint til símafyrirtækis. Símanúmer kjörinna fulltrúa munu hafa komið fyrir á yfirliti frá Vodafone og fleiri númer. Málið hefur verið kært til Persónuverndar en eftir því sem næst verður komist er til skoðunar hjá bæjarfulltrúum að fara með málið til lögreglu.

Þetta mál í Hafnarfirði er tilefni fyrirspurnar sjálfstæðismanna í borgarráði. Þar er einnig spur hver innan borgarinnar hafi aðgang að svonefndum „mínum síðum“ eða fyrirtækjasíðum Vodafone, og geti þannig fylgst með öllum farsímum sem skráðir eru hjá borginni. Einnig er spurt hvort og þá hvernig starfsmönnum sé kynnt að upplýsingar um símnotkun séu aðgengilegar.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s