Orkuveituhluturinn skilaði 300 milljónum á innan við ári

Fyrirtæki Heiðars Más Guðjónssonar tekur hundruð milljóna króna út úr HS veitum. Mynd: Pressphotos.biz
Fyrirtæki Heiðars Más Guðjónssonar tekur hundruð milljóna króna út úr HS veitum.
Mynd: Pressphotos.biz

Eigendur HS veitna ætla að greiða sér 2 milljarða út úr fyrirtækinu og hoppa í kringum skattinn.

Heiðar Már Guðjónsson, fjárfestir, sem fyrir tæpu ári eignaðist þriðjungshlut í HS veitum, fær um 600 milljónir króna í sinn hlut hjá fyrirtækinu fyrir næsta aðalfund. Helming hlutarins keypti hann af Orkuveitu Reykjavíkur í fyrravor í umdeildri einkavæðingu, sem þó fór ekki hátt.

Stjórn HS veitna hefur ákveðið að kaupa hlutafé af eigendum sínum fyrir tvo milljarða króna. Í framhaldinu á að færa hlutafé í félaginu niður, en hver eigandi mun halda hlutfallslega sömu eign í félaginu. Stærstu hluthafar í félaginu hafa samþykkt gjörninginn. Forstjóri HS veitna segir við Reykjavík vikublað að það sé

„hagkvæmara fyrir hluthafa skattalega séð“ að gera þetta, frekar en að greiða arð út úr félaginu.

Reykjanesbær á um það bil helmingshlut í HS veitum og tekur milljarð af fénu til sín. Hafnarfjarðarbær á um 15 prósenta hlut og fær 300 milljónir. Samþykkt var í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í vikunni að féð færi í að greiða niður skuldir bæjarins.

Fjallað er um málið í Reykjavík vikublaði.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s