Seltjarnarnes skreppur saman

Seltjarnarnesið hefur minnkað um rúma þrjá hektara frá miðri síðustu öld. Þetta er svæði á við fjóra væna fótboltavelli. Við mælinguna er tekið mið af núverandi sveitarfélagamörkum.

Loftmynd af Seltjarnarnesi.
Loftmynd af Seltjarnarnesi.

Fjallað er um þetta á vef Seltjarnarnesbæjar, en þar hefur verið birt loftmynd frá Landmælingum. Myndin var tekin árið 1954. Þá var flatarmál nessins 210,3 hektarar. En inn á þessa gömlu mynd hefur verið teiknuð strandlínan eins og hún er nú, auk lóða, gatna, húsa og annarra mannvirkja sem bæst hafa við á rúmum sexíu árum.

Þessi áhugaverða loftmynd af Seltjarnarnesi var tekin af Landmælingum Íslands árið 1954. Nýlega réðst Seltjarnarnesbær í það verkefni að teikna inn á loftmyndina lóðir, hús, mannvirki, götur og strandlínu eins og það lítur út í dag til að glöggva sig betur á þeim breytingum sem orðið hafa á byggðinni á þessum rúmu sextíu árum.

Mynd af kortinu má sjá hér til hliðar en á heimasíðu Seltjarnarnesbæjar má skoða kortið nánar og stækka það alla nokkuð.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s