Útboð opinberrar þjónustu: Hagkvæmt fyrir hvern?

Strætó farþegar 2Ólík viðhorf innan meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur á útboðum þjónustu.

„Viljum við hagræðingu með lækkuðum launum?“ spyr Halldór Auðar Svansson, borgarfulltrúi Pírata í viðtali við Reykjavík vikublað. Í blaðinu er fjallað um þá stefnu að bjóða út opinbera þjónustu, líkt og í tilviki Ferðaþjónustu fatlaðra.

Formaður Starfsmannafélags Reykjavíkur bendir á að hagræðing af útboðum sé oftar en ekki borin uppi af starfsfólki, í formi lakari kjara og meira álags.

Sóley Tómasdóttir oddviti Vinstri grænna, segir að hið opinbera eigi að reka grunnþjónustu. „Almennt séð erum við mjög lítið hrifin af útboðum meðal annars vegna hagsmuna starfsfólks.“

Björn Blöndal, oddviti Bjartar framtíðar segist hlynntur því að bjóða út það sem teljist vera „fjárhagslega hagkvæmt og faglega farsælt“ og segir laun almennt hærri á almennum vinnumarkaði en hjá hinu opinbera.

Fjallað er um málið í Reykjavík vikublaði.

 

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s