Andstaða við bensínstöð

Sjá má skólann og frístundaheimilið beggja vegna við stöðina. Mynd: Júlíus Helgi Eyjólfsson.
Sjá má skólann og frístundaheimilið beggja vegna við stöðina.
Mynd: Júlíus Helgi Eyjólfsson.

Töluverðar umræður hafa verið um staðsetningu bensínstöðvar ÓB við Kirkjustétt í Grafarholti. Stöðin er steinsnar frá Ingunnarskóla og fullyrða sumir að skólabörn séu sett í mikla hættu með þessu fyrirkomulagi. Margir lýsa mikilli andstöðu við að bensínstöð sé örfáa metra frá grunnskóla.

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, blandar sér í umræðuna. Hann minnir á tillögu um flutning bensínstöðvarinnar sem hann fékk samþykkta í skóla og frístundaráði árið 2012 um að flutningur bensínstöðvarinnar yrði kannaður. „Árum saman hafa foreldrar barna í Ingunnarskóla gert athugasemdir við staðsetningu stöðvarinnar svo nærri fjölmennasta skóla hverfisins og m.a. kvartað yfir því að í ákveðnum vindáttum berist benzínfnykur inn í skólahúsnæðið,“ segir meðal annars í tillögunni. Þarna er bensínstöðin þó enn. Enn finnst lyktin og íbúar ræða hvaða leiðir séu færar í málinu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s