„Ofbeldi er aldrei einkamál“

Stuðningur við hugmyndir um Ofbeldisvarnarráð í Reykjavík.

Líf Magneudóttir.
Líf Magneudóttir.

„Við stjórnmálamenn eigum að senda skýr skilaboð til samfélagsins um að við líðum ekki ofbeldi. Ofbeldi er aldrei einkamál gerenda og þolenda og það hefur víðtæk neikvæð áhrif á þá sem fyrir því verða, á aðstandendur og á samfélagið allt,“ segir Líf Magneudóttir, formaður Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar.

Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, sagði nýlega að heimilsofbeldi væri meiri ógn í samfélaginu heldur en hryðjuverkaógnir eða skotárásir. Hún stakk upp á ofbeldisvarnarráði í þessu sambandi. Heiða Björg segist í samtali við Reykjavík vikublað hafa fengið jákvæð viðbrögð við hugmynd sinni. Líf Magneudóttir segir að skýr skilaboð yrðu send með því að stofna slíkt ráð. „Um leið og við vinnum markvisst að því að útrýma heimilsofbeldi í Reykjavík. Ég myndi því vilja skoða og ræða þessa hugmynd Heiðu Bjargar af fullri alvöru.“

Fjallað er um málið í Reykjavík vikublaði.

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s