Síðasti séns að ná gamla verðinu

Strætó farþegarNý gjaldskrá hjá Stræót tekur gildi á sunnudaginn, 1. mars. Þá hækkar stakt fargjald úr 350 krónum í 400 krónur. Fargjöld fyrir aldraða og öryrkja hækka einnig. Stjórn Strætó samþykkti þetta á dögunum. Samhliða þessu ætlar Strætó að taka upp sérstök nemakort. Þau verða fyrir þrjá aldursflokka.

Fyrir 18 ára og eldri kostar árskortið 46.700 kr. Fyrir 12-17 ára kostar árskortið 19.900 kr. Fyrir 6-11 ára kostar árskortið 7.900 kr.

Strætó býður áfram kort fyrir skemmri tíma. Græna kortið á nú að kosta 10.900,- en kostar nú 9.300,-. en það gildir í mánuð. Rauða kortið gildir í þrjá mánuði og á að kosta 23.900,-. Það kostar nú 21.000,-. Bláa kortið sem gildir í níu mánuði á að kosta 56.900,- Það kostar nú 49.900.

Svokallað samgöngukort sem gildir í 12 mánuði á að kosta 56.900,- eða jafn mikið og bláa kortið, en samgöngukortið geta fyrirtæki keypt fyrir starfsemenn sína.

20 miða kort fyrir aldraða og öryrkja hækkar úr 2.300,- í 2.400,-

Hækkun á fargjöldum Strætó hefur verið í umræðunni síðan í haust. Reykjavík vikublað fjallaði þá ítarlega um fyrirhugaðar hækkanir og fjárhagsáætlanir fyrirtækisins.

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s