Háskólastofnanir á faraldsfæti

Seðlasafn Orðabókar Háskólans er geymt í „Grásíðu“ stærðarinnar eldtraustum skáp úr stáli fer brátt af Neshaga og upp á Laugaveg.
Seðlasafn Orðabókar Háskólans er geymt í „Grásíðu“ stærðarinnar eldtraustum skáp úr stáli fer brátt af Neshaga og upp á Laugaveg.

Unnið er að því að búa til nýja tölvusal fyrir Reiknistofnun Háskóla Íslands, en stofnunin flytur senn úr húsnæði Íslenskrar erfðagreiningar við Sturlugötu og í húsnæði í eigu Háskólans við Neshaga. Þessir flutningar hafa í för með sér mikinn kapal flutninga annarra stofnana háskólans, og hafa dómínóáhrif úr vesturbæ og alla leið upp í Borgartún.

Á milli 35-40 starfsmenn eru hjá Reiknistofnun. Töluverðar framkvæmdir fylgja gerð tölvusalarins og nauðsynlegum lögnum. „Kostnaður vegna nýs tölvusalar hleypur á tugum milljóna,“ segir Guðmundur R. Jónsson, framkvæmdastjóri fjármála og reksturs hjá Háskóla Íslands. Hann segir að húsnæðið á Neshaga 16, sem er í eigu skólans, „smellpassi“ fyrir Reiknistofnun. „Reiknistofnun getur ekki verið hvar sem er. Það má enginn dauður tími verða í kerfinu. Það þarf allt að vera í lagi þegar kemur að raforku, kælingu eða slíku. Þannig að það eru gerðar ákveðnar kröfur til staðsetningar og húsnæðis,“ segir Guðmundur.

„Grásíða“ á faraldsfæti

Í húsinu hafa háskólastofnanir sem nú tilheyra Árnastofnun haft aðstöðu um áratuga skeið. Þær munu nú flytja í húsnæði til bráðabirgða, meðan beðið er eftir húsi Íslenskra fræði.

Orðabók háskólans hefur lengi verið á Neshaga 16, og þar er nú einnig málræktarsvið Árnastofnunar og Örnefnastofnun. Orðabókin geymir „Grásíðu“ seðlasafn ritmálsorðabókarinnar. Hún geymir 2,5 milljónir dæma um notkun um 700 þúsund íslenskra orða, á seðlum þar sem dæmin hafa verið skrifuð niður í áratuganna rás. Hluti seðlanna hefur verið skannaður og hluti dæmanna jafnframt sleginn inn. Grásíða sjálf er stór grár skápur úr stáli þar sem seðlarnir með orðadæmunum hafa verið geymdir. Hún vegur mörg tonn ásamt seðlum og tekur all nokkuð pláss. Ætla má að þeir flutningar geti orðið vandasamir.

Hringnum lokað

Þessi starfsemi á að flytja á Laugarveg 13, þar sem Rannís hefur verið með starfsemi að hluta. Sú starfsemi fer aftur í Borgartún.

En á Sturlugötuna, í hús Erfðagreiningar, segir Guðmundur R. Jónsson, eiga að fara lífvísindagreinar Háskólans, enda þyki fara betur á því að þær séu þar með skyldri starfsemi, en tölvufólk og græjur fari annað.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s