Ekkert gert við einróma samþykkt ráðsins

Ingunnarskóli
Ingunnarskóli. Bensínstöðin er staðsett upp við aðra hlið skólans, færanlega kennslustofu og frístundaheimili.

Ekkert virðist hlustað á athugasemdir vegna bensínstöðvar ofan í Ingunnarskóla í Grafarholti. Einróma samþykkt skóla- og frístundaráðs um gerð lögfræðiálits virðist hafa verið hundsuð með öllu.

„Mér finnst það óviðunandi að bensínstöð skuli vera staðsett svo skammt frá skóla- og frístundastarfi,“ segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í samtali við Reykavík vikublað.

Undanfarið hefur hér verið fjallað um óánægju margra íbúa í Grafarholti og ekki síður foreldra barna í Ingunnarskóla, að bensínstöð hefur í bráðum áratug, staðið upp við skólalóðina og alveg ofan í einni kennslustofu, og frístundaheimili skólans.

Í síðasta tölublaði var fjallað um undirskriftarsöfnun foreldra og athugasemdum skólaráðs Ingunnarskóla. Lítið virðst verða úr athugasemdum við bensínstöðina í borgarkerfinu, ekki aðeins foreldra heldur hefur samþykkt eins ráða borgarinnar verið hundsuð í tvö og hálft ár.

„ Árið 2012 flutti ég tillögu um það í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur að þessari bensínstöð yrði fundinn annar staður í samráði við eiganda hennar. Einnig óskaði ég eftir lögfræðiáliti um hvort staðsetning bensínstöðvarinnar sé í samræmi við reglur borgarinnar og ríkisins um staðsetningu bensínstöðva, t.d. reglur Brunamálastofnunar um lágmarksfjarlægð bensínstöðva frá skóla- og frístundastarfi. Sjálfur efast ég um að svo sé.

Þrátt fyrir að tillaga mín væri samþykkt einróma í skóla- og frístundaráði fyrir tveimur og hálfu ári hefur enn ekkert gerst í því þrátt fyrir ítrekanir af minni hálfu. Mér finnst seinagangurinn í þessu máli vera fyrir neðan allar hellur. Slíkur seinagangur er þó ekkert einsdæmi,“ segir Kjartan Magnússon.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s