Sveitarfélög „skattalegs hagræðis“ á spenanum

Reykjanesbær tekur um milljarð króna út úr HS veitum.
Reykjanesbær tekur um milljarð króna út úr HS veitum.

Sveitarfélögin Hafnarfjörður og Reykjanesbær sem hyggjast taka tvo milljarða króna út úr grunnþjónustufyrirtækinu HS veitum, ásamt öðrum eigendum fyrirtækisins, án þess að greiða skatta, hafa þegið milljarða á milljarða ofan úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga undanfarin ár. Nettóframlag Reykvíkinga til sjóðsins er sennilega meira en bæði þessi sveitarfélög hafa fengið úr honum undanfarin ár.

„Skattalegt hagræði“ eigenda ræður því að í stað þess að greiða féð út úr fyrirtækinu sem arð, er farin sú leið að lækka hlutfé félagsins, að sögn forstjóra HS veitna. Annars hefðu 400 milljónir króna runnið til ríkissjóðs.

Frá Hruni 2008 hefur Reykjanesbær fengið hátt í 10 milljarða króna úr Jöfnunarsjóði Sveitarfélaga, ef marka má yfirlit Hagstofunnar að viðbættu áætluðu framlagi ársins í ár. Hafnarfjarðarbær hefur skv. sömu heimildum fengið vel á sjötta milljarð króna úr sjóðnum á árunum 2009-15.

Ríkið greiðir um helming fjárins sem fer í Jöfnunarsjóðinn, það er, hluti þess tekjuskatts sem rennur í ríkissjóð fer beint til sjóðsins. Samkvæmt ársreikningi sjóðsins fyrir árið 2013 nam ríkisframlagið um 16 milljörðum króna. Að auki greiða sjálfir íbúar sveitarfélaganna framlög beint til Jöfnunarsjóðsins. Lesa ma í Árbók sveitarfélaganna að íbúar Reykjavíkur hafa lagt sjóðnum til um 6,6 millljarða króna á árinu 2013. Ætla má að framlög íbúa Reykjavíkur til Jöfnunarsjóðsins hafi ekki numið undir 40 milljörðum króna frá hruni. Reykjavík fær sjálf framlög úr sjóðun en þau eru langtum minni en íbúar höfuðborgarinnar leggja til hans. Ætla má að nettóframlag Reykavíkur gæti eitt og sér staðið undir öllum greiðslum sjóðsins til Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar. Að ógleymdu því að tekjuskattur Reykvíkinga, eins og allra annarra landsmanna, rennur líka til sjóðsins.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s