500 manns undir smásjá

Húsnæði Tryggingastofnunar. Mynd: Ruv.is
Húsnæði Tryggingastofnunar.
Mynd: Ruv.is

Létu rannsaka hundruð skjólstæðinga sinna á fimm árum, á grundvelli upplýsinga sem safnað var með ólögmætum hætti.

Yfir 500 skjólstæðingar Tryggingastofnunar ríkisins voru rannsakaðir sérstaklega, á grundvelli upplýsinga sem stofnunin sóttist eftir frá fólki úti í bæ. Upplýsingarnar sendi fólk til TR með svonefndum ábendingahnappi sem settur var á heimasíðu stofnunarinnar í þessu skyni. Hver sem er gat í skjóli nafnleyndar látið TR á upplýsingar um nafngreint fólk. Í framhaldinu fór fram rannsókn á högum þeirra og hvort þeir hefðu látið TR réttar upplýsingar í té um stöðu sína.

Persónuvernd úrskurðaði nýlega að þessi upplýsingasöfnun væri brot á lögum um persónuvernd. TR fjarlægði hnappinn í framhaldinu. Reykjavík vikublað spurði TR svo um umfang starfseminnar.

Óvíst er um heildarfjölda ábendinga, því þeim sem ekki voru taldar veita tilefni til að rannsaka skjólstæðing, var eytt jafn óðum, segir í svari Tryggingastofnunar. Þar segir frá þeim 521 skjólstæðingi sem var tekinn til rannsóknar. Í þriðjungi tilvika, 172 málum, hefði eitthvað slíkt reynst vera á bak við. Ekkert sannaðist á tvo þriðju þeirra í rannsóknunum 349 skjólstæðinga í allt. En Tryggingastofnun bætir við að þetta þýði nú ekki að ábending hafi ekki átt við rök að styðjast.

Ellen Calmon, formaður ÖBÍ, spyr hvers eðlis málin hafi verið og dregur í efa að margir reyni að svíkja út bætur.

Fjallað er um málið í Reykjavík vikublaði.

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s