Í áskrift hjá útgerðinni?

Í áskrift? Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson kynna stjórnarsáttmálann. Mynd: Pressphotos.biz.
Í áskrift? Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson kynna stjórnarsáttmálann.
Mynd: Pressphotos.biz.

Stjórnarflokkarnir fengu tugi milljóna króna hjá helstu greiðendum veiðigjalda.

Núverandi ríkisstjórnarflokkar Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur fengu á síðasta kjörtímabili greiðslur upp á 54 milljónir króna, frá fyrirtækjum í sjávarútvegi. Sjálfstæðisflokkurinn fékk heldur meira af peningum en Framsóknarflokkurinn. Útgerðir borga mest.

Þetta kemur í ljós þegar teknar eru saman peningaupphæðir sem fyrirtæki í sjávarútvegi létu renna til stjórnmálastarfs á árunum 2009 til 2013. Þá voru núverandi stjórnarflokkar í stjórnarandstöðu. Á kjörtímabilinu öllu fengu þessir flokkar tveir á milli 90 og 95 prósent allra styrkja sjávarútvegsfyrirtækjum.

Á kosningaárinu 2013 fengu núverandi stjórnarflokkar um sjö milljónir hvor frá sjávarútvegsfyrirtækjum eins og fréttastofa Rúv fjallaði raunar um í vikunni. Samanlagt fengu aðrir flokkar, Samfylking, Björt framtíð og VG, minna frá sjávarútvegsfyrirtækjum, á öllu kjörtímabilinu; VG raunar áberandi minnst.

Árlegar greiðslur sjávarútvegsfyrirtækjanna til Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks námu milljónum króna, allt síðasta kjörtímabil. Sjálfstæðisflokkurinn hafði fram að kosningaárinu 2013 fengið 27 milljónir og Framsóknarflokkurinn hafði þá þegar tekið við þrettán milljónum. Hvor flokkur fékk svo sjö milljónir til viðbótar á kosningaárinu 2013. Þannig fékk Sjálfstæðisflokkurinn 34 milljónir og Framsókn 20.

Útgerðarfyrirtæki eru mest áberandi á lista yfir greiðendur. Fyrirtæki sem fá úthlutað um 75 prósentum af kvótanum við Ísland styrktu þessa flokka. Ætla má að þar séu helstu greiðendur veiðgjalda.

Fjallað er um málið í Reykavík vikublaði.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s