Börnum refsað vegna foreldra

myri2Tvö leikskólabörn í Hafnarfirði voru send heim í fyrra vegna vanskila foreldra og fengu ekki koma aftur á leikskóla fyrr en fimmtán vikum síðar. Bærinn hyggst breyta verklagi við innheimtu þar sem foreldrar leikskólabarna hafa lent í vanskilum og taka aðferðir Reykjavíkurborgar til fyrirmyndar. Ekki á að láta innheimtu bitna á börnunum og leikskólavist þeirra. Bæjarráð Hafnarfjarðar ákvað þetta á dögunum eftir að lagt var fram svar við fyrirspurn bæjarráðsfulltrúa minnihlutans um þessi mál.

Útilokuð í yfir þrjá mánuði

Fram kemur í svarinu í fyrra gerðist það fjórum sinnum að leikskólapláss var afturkallað vegna vanskila. Þetta voru tvö fjögurra ára börn og tvö fimm ára börn.

Fram kemur í svarinu að yfirleitt hafi þessi staðað aðeins varað örfáa daga í einu, yfirleitt innan við viku. Hins vegar hafi verið um mun lengri tíma að ræða í tveimur af fjórum dómum síðasta árs. Börnin hafi verið án leikskólapláss í fimmtán vikur. Það er vel á fjórða mánuð sem börnin hafa ekki fengið að fara í leikskólann, taka þátt í starfinu þar eða leik með jafnöldrum.

Fljótt í lögfræðing

Í svarinu er rakið að í samningi um leikskólagjöld sem foreldrar skrifi undir segi, að eftir tvo gjaldfallna mánuði sé leikskólavist barnsins sagt upp. Í framhaldinu sé skuldin send í lögfræðiinnhemtu. Framkvæmdin hafi hins vegar verið sveigjanlegri, þar sem barninu sé ekki vísað úr skólanum fyrr en vanskil foreldranna séu farin að nálgast þrjá mánuði. Í uppsagnarbréfi sem enn fremur tekið fram að viðkomandi hafi enn frest til að ganga frá málinu. Svona hafi hlutirnir verið í að minnsta kosti tíu ár.

Hyggjast breyta

Bæjarráðsfulltrúar telja að þessu fyrirkomulagi verði að breyta. „Bæjarráð telur fullt tilefni sé til að breyta þessu verklagi Hafnarfjarðarbæjar og lagt er til að litið verði til fordæmi Reykjavíkurborgar í þessum efnum. Bæjarstjóra falið að setja málið í vinnslu og leggja fram tillögu um breytingar á verklagi fyrir bæjarráð,“ segir í fundargerð bæjarráðs um nýtt verklag.

Í Reykjavík hefur það tíðkast að félagsþjónustan aðstoði fólk sem lent hefur í alvarlegum vanskilum. Því fylgja kvaðir fyrir fólk en kemur í veg fyrir að börnum sé úthýst.

Lítið skráð

Fulltrúar meirihlutaflokkanna í bæjarráði Hafnarfjarðar, Sjálfstæðisflokksins og Bjartrar framtíðar, létu bóka sérstaklega að þetta verklag hefði verið óbreytt lengi. Erfitt sé að átta sig á umfangi eða fjölda tilvika og umfangi þess að börnum hafi verið vísað úr leikskóla vegna vanskila foreldra þar sem ekki virðist vera til skráningar um slík dæmi aftur í tímann.

Fagna breytingum

Bæjarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar og fulltrúi VG, sem raunar er áheyrnarfulltrúi í bæjarráði, létu einnig bóka að gott væri að upplýsingarnar sem kallað hefði verið eftir væru loksins komnar fram. „Sem og tillaga að bættu verklagi sem á að koma í veg fyrir að innheimtuaðgerðir bæjaryfirvalda bitni á börnum. Þrátt fyrir að það hafi tekið óeðlilega langan tíma að fá upplýsingarnar er ástæða til að fagna því að þær séu loks fram komnar, sem og tillögur að verklagi sem koma á í veg fyrir að hagsmunir barna verði undir í innheimtuaðgerðum eins og nýleg dæmi eru um.“

Birtist í bæjarblaðiðinu Hafnarfjörður/Garðabær.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s