Vilja bensínstöðina í burtu

IMG_7119Formaður Skóla- og frístundaráðs borgarinnar vill leita leiða til að færa bensínstöð sem liggur upp við Ingunnarskóla í Grafarholti. Þar með hafa sjálfstæðismenn eignast bandamann í baráttu sinni gegn bensínstöðinni en þeir hafa haft uppi fyrirspurnir og raunar lagt til við borgarráð að stöðin verði færð. Foreldrar nemenda, skólayfirvöld og íbúar hafa lengi gert athugasemdir við staðsetningu stöðvarinnar.

„Það er eindregin skoðun mín að bensínstöðvar eigi ekki að vera staðsettar í næsta nágrenni við leikskóla, skóla eða frístundamiðstöðvar þar sem börn og ungmenni verja lunganum af sínum degi.  Þessi bensínstöð hefur verið á þessum stað frá 2005 ef ég þekki það rétt en staðsetningin er klárlega óheppileg og mikilvægt að leitað sé allra leiða til að gera breytingar á staðsetningunni með öryggi og lýðheilsu barnanna í huga.“ Þetta segir Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður Skóla- og frístundaráðs borgarinnar, í svari við fyrirspurn blaðsins.

Áralöng barátta íbúa

Reykjavík vikublað hefur undanfarið fjallað umfjölmargar athugasemdir og áralöng mótmæli foreldra barna í Ingunnarskóla í Grafarholti við að bensínstöð liggi ofan í skólanum; alveg upp við færanlega kennslustofu og lóð skólans, skammt frá aðalbyggingu, og einnig við andyrið á frístundaheimili skólans. Skólaráð skólans hefur einnig sent borgaryfirvöldum athugasemdir. Fjölmargir íbúar hverfisins eru eining ósáttir við þessa staðsetningu bensínstöðvarinnar.

Gengið eftir svörum

KJartan Magnússon.
KJartan Magnússon.

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur gengið eftir svörum í þessu máli. Hann fékk einróma samþykkt í skóla- og frístundaráði árið 2012 að unnið yrði lögfræðiálit um hvort það stæðist öll lög og reglur að hafa bensínstöð svona ofan í skólanum, til dæmis vegna mengunarhættu. Greint var var frá því í síðasta tölublaði að vinna við lögfræðilitið er ekki einu sinni hafin. Kjartan Magnússon og aðrir kjörnir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu til í borgarráði í síðustu viku að umhverfi- og skipulagsráði verði einfaldlega falið að færa bensínstöðina. Afgreiðslu tillögunnar var frestað.

Ætlar að fylgja málinu eftir

Skúli Helgason.
Skúli Helgason.

Skúli Helgason segir í svari sínu til blaðsins að hann hafi óskað eftir upplýsingum frá umhverfis- og skipulagssviði borgarinnar um stöðu málsins. „Ég mun fylgja þessu máli eftir og þrýsta á að það verði skoðað af fullri alvöru hvort ekki sé hægt að finna þessari bensínstöð aðra staðsetningu,“ segir Skúli Helgason, og bætir því við að raunar sé stefna borgaryfirvalda að fækka bensínstöðvum.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s