Ríkisútvarpið flutti nýlega fréttir af því að Fjarðabyggð ætti í fjárhagserfiðleikum og hefði fengið KPMG til að koma með tillögur. Snillingum datt helst í hug að Fjarðabyggð skyldi selja innviðina: Hitaveitu og rafveitu. Eins galið og þetta er þá hlýtur að vera álíka galið að þetta sveitarfélag með einu stærsta álveri Evrópu skuli vera í fjárhagserfiðleikum. Það segir sjálfsagt eitthvað um fjárhagslega kosti stóriðjunnar.