Fengu ráðgjöf innkaupaskrifstofu Reykjavíkur

Björn Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu.
Björn Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu.

„Þetta er niðurstaðan og þá verður maður bara að sætta sig við hana,“ segir Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, um þá niðurstöðu kærunefndar útboðsmála að Sorpu hefði borið að bjóða út gas- og jarðgerðarstöð. Sorpa hafði þá án útboðs samið um þriggja milljarða króna framkvæmd á svonefndri Aikan lausn.

– Niðurstaðan er ekki mjög glæsileg fyrir Sorpu?

„Það breytir eiginlega engu. Glæsileg og ekki glæsileg. Við töldum okkur í rétti og við fengum okkur ráðgjöf um þetta mál. Við fengum meðal annars ráðgjöf frá innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar, sem taldi þetta vera rétta leið, eða leið sem væri í lagi. Við töldum okkur vera í rétti allan tímann,“ svarar Björn.

Um gagnrýni Environice, sem hafði fjallað um málið, segir Björn: „Þeir taka bara annan pól í hæðina en við.“

Gagnrýni Environice snýst meðal annars um að ruslið sem tekið er við í Aikan lausninni sé ekki nægilega vel flokkað. Það leiði til þess að moltan sem til verður við vinnsluna verði menguð, óafsakanlegt verði að nota hana utan urðunarstaða. Þegar þetta var nefnt sagði Björn: „Afhverju eigum við að flokka þegar við getum búið til jarðvegsbæti sem er í lagi úr þessum úrgangi.“

– Það er auðvitað stefna sveitarfélagana sem eiga Sorpu að auka flokkun?

„Nei, að það sé aukin endurvinnsla,“ svarar Björn. „Það að flokka úrganginn í þrjá flokka breytir bara engu um magnið.“

– Það er sérstakt að heyra forstjóra Sorpu tala svona því þetta er stefna sveitarfélagana sem þú vinnur fyrir?

„Það getur vel verið að það sé ákveðin stefna að minnka úrganginn. Tökum önnur lönd sem dæmi. Engu þeirra hefur tekist sð ‘koppla’ í burtu hagvöxt versus úrgang. Það að flokka úrganginn í marga flokka er ekki endilega einhver einhlít ákvörðun um að minnka úrganginn.“

Ítarlega er fjallað um þetta mál í Reykjavík vikublaði. Úttekt Atla Þórs Fanndal má auk þess lesa hér.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s