Stríðsminjasafn í undirbúningi

Húsafriðunarsjóður hefur veitt Seltjarnarnesbæ styrk til að rannsaka og lagfæra Ljóskastarahúsið á Suðurnesi á Seltjarnarnesi. Húsið var notað til að fylgjast með umferð skipa og flugvéla í Síðari-Heimsstyrjöld og telst til stríðsminja.

Margrét Pálsdóttir, formaður umhverfisverndar Seltjarnarness segir að tilgangurinn sé að fá faglega leiðsögn fyir sveitarfélagið um viðeigandi viðhald Ljóskastarahússins „svo og að varðveisla þess til framtíðar verði tryggð. Einnig að kanna og skrá sögu þess og finna hliðstæður í alþjóðlegu samhengi. Með því má  vekja áhuga almennings á áhugaverðum minjum úr seinni heimstyrjöldinni. Samskonar hús er ekki til á Íslandi svo kunnugt sé. Hliðstætt verkefni á sviði forvörslu stríðsminja og steinsteyptra „rústa“ hefur heldur ekki verið unnið hér á landi svo kunnugt sé,“ segir Margrét í grein á vef sveitarfélagsins.

Hún bætir því við að á Seltjarnarnesi séu margar minjar stríðsáranna „og gæti það orðið vísir að  stríðsminja- og flugminjasafni á Seltjarnarnesi ef hentugt húsnæði finnst.“

Margrét nefnir einnig hugsanlegt samstarf við Skota í þessum efnum. Þar hafi mörg varnarmannvirki verið byggð í Síðari Heimsstyrjöld. Sum séu svipuð Ljóskastarahúsinu. „Er áhugavert að skoða hvernig þeir halda á málum í forvörslu, viðhaldi og viðgerðum. Einnig er fræðslustarf þeirra kraftmikið og töluverður áhugi á að mynda samstarf með aðilum utan Skotlands,  svo þekking og kunnátta megi nýtast sem flestum. Forystufólk við Historic Scotland, Conservation North, hefur lýst eindregnum vilja og áhuga til að styðja viðeigandi verkefni á Íslandi á allan hátt sem mögulegt er,“ segir Margrét Pálsdóttir og bendir þeim sem eiga myndir eða búa yfir frásögnum af stríðsminjum á Seltjarnarnesi, á að hafa endilega samband.

 

Ljóskastarahúsið er meðal merkra stríðsminja á höfuðborgarsvæðinu.
Ljóskastarahúsið er meðal merkra stríðsminja á höfuðborgarsvæðinu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s