Þögul einkavæðing?

Kennarar og starfsfólk Iðnskólans í Hafnarfirði lýsa yfir áhyggjum afIðnskólinn sameiningu við Tækniskólans sem hefur aðsetur í Reykjavík.

Tækniskólinn er stærsti framhaldsskóli landsins. Hann er einkarekinn og er meðal annars í eigu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og Samtaka iðnaðarins.

Iðnskólafólki finnst mikilvægt að skólinn fái að starfa áfram sem sjálfstæð eining, enda sé hann rótgróinn hluti af skólasamfélaginu í Hafnarfirði. Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði hafa tekið undir þau sjónarmið. Iðnskólafólk segir einnig, í ályktun sem birtist á vef Kennarasambandsins fyrir skömmu, að með þessu yrðu allir nemendur og starfsfólk sett í óvissu.

Fram hefur komið að Iðnskólinn í Hafnarfirði hefur glímt við peningaerfiðleika. Þá var gerð krafa á skólann, undir forystu núverandi menntamálaráðherra, um að taka strax á uppsöfnuðum halla í rekstrinum.

Innan Kennarasambandsins hefur heyrst að sameiningin geti í reynd verið dulin einkavæðing. Hinum opinbera Iðnskóla verði þegjandi og hljóðalaust rennt inn í einkarekinn Tækniskólann. Það yrði ekki í fyrsta sinn sem fólk yrði vitni að slíkum aðferðum.

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s