Óþolandi, tröllaukið og með eindæmum ljótt

Háspenumöstur í íslenskri náttúru. Mynd: Ellert Gétarsson.
Háspennumöstur í íslenskri náttúru.
Mynd: Ellert Gétarsson.

Áberandi og veruleg andstaða er meðal allra íbúa og samataka sem gerðu athugsemdir við að Landsnet fái framvkvæmdaleyfi til að fara með Suðurnesjalínu í gegnum Hafnarfjörð. Framkoma bæjarins og Landsnets er gagnrýnd. Þetta er framkvæmd sem Landsnet hefur unnið að árum saman. Þetta verður gríðarlegt mannvirki ef af verður. Fyrirhugað er að hún liggi frá Hellisheiði og þaðan um öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu.

Tilgangurinn með því að fara í þessa miklu framkvæmd hefur ávallt verið sagður að styrkja flutningskerfi raforku. Á móti hefur verið bent á að lengi hafi verið hugmyndir um að reisa álver í Helguvík á Reykjanesi. Tilgangur línunnar geti bara hafa verið sá að færa álveri orku, en núna litur ekki út fyrir að það sé inni í myninni, hugnsalega annar iðnaður. Væri þetta eingöngu styrking á flutnngskerfi, þá þyrfti miklu minni línu. Fram hefur komið mikil gagnrýni á framtakið, þörfina, að byggja línuna á möstrum en ekki línum í jörð. Einnig er fullyrt að umhverfismatið standist ekki. Málsmeðferð Landsnets er gagnrýnd og sömuleiðis hvernig sveitarfélög hafi haldið á málum, og komið í veg fyrir að íbúar fengju að segja sitt um málið. Hér er fjallað um Hafnarfjörðinn sem nú hefur umsókn um framkvæmdaleyfi til umfjöllunar.

Stóriðjulína?

Þessi framkvæmd hefur verið umdeild og hefur Landsnet mjög oft verið gagnrýnt fyri yfirgang, bæði af sveitarfélögum og einstökum eigendum lands á leið línunnar. Það komst í fréttir í vikunni þegar landeigendur við Voga höfðu sigur gegn Landsneti í máli sem raunar varðar afmarkaðan þátt. En málið tengist engu að síðu stóru myndinni mjög, því Landsnet hefur á þessari leið, tekið heillmikið land eignarnámi. Það finnst sumum orka ákvaflega tvímælis, og þá með vísan til mikllar burðargetu og kenninga um að tilgangurnn með línunni sé aðeins að útvega rafmagn til stóriðju.

Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði hafa umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi til umfjöllunar þessa dagna, vegna þess kafla sem Landsnet áformar að liggi innan bæjarins. Nokkrar opinbera stofnanir, eins og Vegagerðin, Verðurstofna, Minjarvernd og fleiri gera fáar athugasemdir við. En það gera íbúar hins vegar óhikað. Sömuleiðs tvenn öflug náttúrverndasamtök sem starfa einkum á þessum slóðum. Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands og Hraunavinir.

Viðhorf íbúa

Það er áhugavert að fá innsýn í upplifun íbúa þarna í grennd, sem munu sitja uppi með risavaxið háspennumannvirki í sínu nærumhverfi. Nema ef til vill að Hafnarfjarðarbær synji Landsneti um leyfi.

Ómar Smári Ármannsson er íbúi á Eskivöllum. Það er utarlega í Vallarhverfinu, sem er nýjasta byggðin í landi Hafnarfjarðar. Hann telur tillöguna óásættanlega. Það sé skilyrðislaus réttur íbúanna að línan verði fjarlægð frá íbúðabyggðinni. Það sé óþolandi að hafa þetta tröllaukna eindæma ljóta mannvirki fyrir augunum og meiri en minni líkur séu á heilsuspillandi áhrifum frá línunum. Þá segir hann líkt og fleiri íbúar, að nú verði krafist efnda á loforðum bæjaryfirvalda um að annaðhvort kæmi línan ekki, eða yrði grafin í jörð að öðrum kosti.

Brynja hússjóður Öryrkjabandalagssins, sem á 77 íbúðir í bænum, gerir svipaðar athugasemdir efnislega en orðalag er annað. Líka er minnt á lofororð um að línan verði í jörð.

Ósnortið hraunið skemmt

Hraunavinir hvetja bæjaryfirvöld til þess að veita Landsneti ekki framkvæmdaleyfi. Hún fari um íbúðabyggð, og valdi óafturkræfum spjöllum á hraunum í Almenning. Línurnar muni líka valda íbúum verulegum truflunum; vegna rafmengunar, hávaða, sjónmenginar. Þá hljóti það að teljast óþarfa peningasóun, að Landsnet leggi fyrst loftlínu, með tilheyrandi raski, framkvæmdum og truflunum, og leggja svo strengi í jörð meðfram vegum, en síðar.

Hrunavinir byggja á eigin þekkingu og líka í skýrslur og gögn. Það ætti að hætta við loftlínuna. Skipulagsstofnun hafi fyrir sex árum bent á að neikvæðustu umhverfisáhrif línunar verði sjónræn og muni hafa áhrif á landslag. „Neikvæðustu áhrifin verði sjónræn áhrif og áhrif á landslag og þar með einnig á útivist og ferðaþjónustu. Áhrifin verði verulega neikvæð. Fyrirhugaðar línur verði lagðar um mosagróin nútímahraun sem njóta sérstakrar verndar samkvæmt náttúruverndarlögum. Einnig að nýlagning lína geti haft neikvæð áhrif á fugla vegna áflugshættu og búseturöskunar,“ segir Hraunavinirnir.

Fasteignir keyptar í góðri trú

Í umsögnum íbúa er ekki bara bent á neikvæða upplifun af útsýni, heldur er líka bent á útivist og hjóðist í hverfinu, auk hins sjónræna. Einnig nefnir fólk að þessi neikvæðu áhrif hafi áhrif til þess að lækka fasteignaverð. Nú hafi fólk keypt fasteignir þarna útfrá í góðri trú um að loforð um að línan fari í jörð verði efnt.

Enn fleiri íbúar leggja mjög mikla áherslu á að línan verði grafin. Kári Waage er alfarið á móti því að línan sé ofanjarðar. Hann telur að umtal um staurastæðu til bráðabirgða og að seinna verði hluti línunnar settur í jörð sé blekking og óttast að staurarnir verði þarna um ókomna tíð.

Of nálægt vatnsverndarsvæði

Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands mótmæla því að reistar verði háspennulínur í svo mikilli nálægð við byggð, yfir ósnortið hraun sem nýtur sérstakrar verndar samkvæmt náttúruverndarlögum, á vatnsverndarsvæði í mikilli nálægð við brunnsvæði vatnsverndar og hverfisverndarsvæði. Lagt er til að Hafnarfjaðrarbær geri þegar í stað kröfu um að Suðurnesjalína verði lögð í jörð með vegum sem og allar raflínur innan bæjarins.

Samtökn benda raunar á mjög áhugaverðan þátt í allri þessari vinnu. Nefnilega að ekki nægi að hafa grenndarkynningu á svona framkvæmd, heldur þurfi að útbúa deiliskipulag fyrir svæði undir línu.

Þá benda samtökin á að Hafnafjarðarbær hafi allan rétt til að hafna tillögum Landsnets eða krefjast þess að framkvæmdaáætlun verði breytt.

Almenningur snuðaður

Alls konar brestir og lagaklækir eru jafnframt gagnrýndir í þessari umsögn. Fullyrt að í tvígang hafi verið komið í veg fyrir að íbúar hafi getað tekið nokkurn þátt í málsmeðferð eðaathugasemdaferli. Landsnet og bærinn gerðu fyrst samkomulag um þessi mál 2009. Það hafi glatað gildi sínu, vegna þess að almenningur var ekki með. Af því leiði að önnur samkomlög um þetta, þar á meðal umhverfismatið.

Þörfin?

Nátturuverndarsamtökin nefna raforkuþörf áætlun um uppbyggingu flutningskerfis raforku. Og fletta í nýjustu raforkus-pánni. Fullyrða samtökin að 220 kílóvolta Suðurnesjalína sé langt umfram spá Orkuspárnefndar um þörf fyrir raforku.

Aðrar lausnir

Náttúruverndarsamtökin hafa kynnt sér jarðstrengi. Þau benda á að verð á 132kV jarðstreng er mjög sambærilegt við loftlínu og gæti sparað kostnað við allar bráðabirgðaloftlínur og jafnvel sparað milljarða við ný tengivirki. Mjög auðvelt væri að leggja allar núverandi og fyrirhugaðar raflínur í jörð með vegum innan Hafnafjarðar og alla leið til Njarðvíkur. Kostirnir séu ótvíræðir, sjónmengun, vindgnauð úr söguni útivistarsvæðum veðri hlíft og hætta um sinkmengun í jarðvegi eða vatsnból sé á úr sögunni.

Alvarlegir annmarkar

Línan frá Helliheiði liggur um 12 sveitarfélög og fer um fjölmörg einkaeignarlönd.

Náttúrurverndarsamtökin segja bara beint út að línan hafi upphaflega farið í gang fyrir álver í Helguvík. Í umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi sé gert ráð fyrir minni flutningsgetu línunnar en áður og megi því ætla að Landsnet geri ekki ráð fyrir álverinu. Það sé hins vegar engin átylla fyrir Hafnarfjarðarbæ að veita Landsneti nokkurn afslátt af kröfum um að allar línur um bæinn verði grafnar í jörð.

Og ef Hafnarfjarðarbær vill, þá geti hann í sjálfu sér stöðvað þetta hér og nú. Ástæðan er annmarkar í umhverfismati áætlana.

Einnig sé umhverfismat Suðvesturlína einnig ólöglegt vegna samkomulaga sem landsnet hafi gert við sveitarfélög á línuleiðinni. Þar hafi verið komið í veg fyrir aðkomu almennings og jafnframt verið komið í veg fyrir að aðrir kostir en háspennulínur í möstrum kæmu til greina að Landsnets við sveitarfélögin á línuleiðinni sem hindraði aðkomu almennings að réttlátri málsmeðferð og að aðrir valkostir en sá sem samið hafði verið um, s.s. jarðstrengir, væru teknir til raunverulegrar skoðunar.

Önnur ástæða?

Meðal gagna sem fylgdu umsögnum íbúa Hafnarfjarðar, samtaka og fleiri, er að finna áhugaverða fullyrðingu, sem sá sem þetta tekur saman hefur engar forsendur til að meta. Eins og nefnt er hér að ofan, hefur verið gangrýnt hvernig málið hefur verið kynnt í Hafnarfjarðarbæ. Grenndarkynning dugi ekki. Þetta hefði kallað á deiliskiplag. Málsferð bæjarins er hins vegar talin eiga skýringar í gömlu klúðri. Bærinn hafi viljað fá breytt gömlum samningum, þar sem bærinn hefði áður samið illa af sér.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s