Launaskerðing fyrir dóm

Þúsundir félaga í BHM lögðu niður störf á fimmtudag og gengu fylktu liði um miðbæ Reykjavíkur til að vekja athygli á kröfum sínum. Menntun á að meta til launa er ein meginkrafan. Verkföll félaga í BHM hafa haft áhrif víða, meðal annars á sjúkrahúsum og hjá sýslumanni, sem og Fjársýslu ríkisins. Páll Halldórsson formaður BHM hefur kalllað eftir því að samninganefnd ríkisins sæki sér rýmra umboð til yfirboðara sinna.
BHM fólk vekur athygli á kröfum sínum. Flöt og einhliða launaskerðing bitnar á fólki sem uppfyllti vinnuskyldu. Ríkið neita að breyta þessu og ætla BHM að fara með málið fyrir dóm.

BHM hefur ákveðið að höfða dómsmál gegn ríkinu til þess að ná aftur ranglátum skerðingum á launum fjölmargra félagsmanna um mánaðamótin, laun fólks sem hafði uppfyllt vinnuskyldu sín voru skert með einhliða ákvörðun.

Verulega var skorið af launum BHM félaga í verkfalli um mánaðamótin. Án þess að haft yrði samráð þá ákvað ríkið að sama hlutfallsskerðing gengi yfir alla. Þannig urðu margir vaktavinnustarfsmenn af kaupi sem þeir gerðu ráð fyrir. Fjölmargir þeirra höfðu uppfyllt alla eða næstum alla vinnskuldu mánaðarins. Þetta er verulega íþyngjandi fyrir þá sem fyrir urðu, samkvæmt upplýsingum frá BHM. Félagið óskaði þess við ríkið að fyrir rúmri viku að ákvörðunin yrði endurskoðuð. Að öðrum kosti yrði að höfða dómsmál. Afsvar ríkisins barst á fimmta degi.

Þetta kom mörgum verulega á óvart og varð launaútborgunin fréttaefni.

Tilkynning var birt á vef Landspítalans 5. maí. Þar segir einfaldlega að fjármálaráuðneytið hefði sett reglur um frádrátt launa í verkföllum. „Samkvæmt þeim á frádráttur vegna verkfalls sér stað óháð því hvort um vinnuskyldu á verkfallsdögum er að ræða eða ekki,“ segir í þessari tilkynningu.

BHM finnst ekki í lagi að vera með þennan flata launafrádrátt. Reglan sé sérlega ósanngjörn gagnvart vaktavinnufólki eins og til dæmis ljósmæðrum sem vinni alla daga vikunnar. Auðvelt væri að finna út frá vaktaplani hvenig launagreiðslum yrði háttað gagnvart hverri og einni. Fólk eigi sín einstaklingabundin réttindi þrátt fyrir að leggja niður störf og eigi að fá borgað í samræmi við kjarasamning sinn og vinnuframlag.

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s