Nýtingar- eða sóunarflokkur?

MagnusÞrátt fyrir að það hafi orðið vitundarvakning um umhverfismál og skilningur almennings og stjórnmálamanna á mikilvægi náttúruverndar er sláandi að hve miklu leyti umræðan fer er í raun fram á forsendum virkjunarsinna.

Fjölmiðlar tala til dæmis undantekningarlaust um að deilan um tilraunir Jóns Gunnarrssonar til að grafa undan Rammaáætlun snúist um hvort ákveðnir „virkjunarkostir“ séu færðir „upp í nýtingarflokk“. Slíkt orðaval gefur í fyrsta lagi til kynna að eðlilegast sé að líta á fallvötn og háhitasvæði sem virkjanakosti, í öðru lagi að spurningin sé um hvort eigi að nýta þær eða ekki, og í þriðja að með því færist þær einhvernveginn „upp“ um flokk.

En krafa virkjunarsinna er ekki að við nýtum náttúruauðlindir okkar. Krafan er að þær séu nýttar til raforkuframleiðslu frekar en einhvers annars. Í lögum um rammaáætlun er enda hvergi minnst á nýtingarflokk, heldur er talað um orkunýtingarflokk. Á þessu tvennu er grundvallarmunur.

Virkjunarsinnar vilja hins vegar sannfæra okkur um að eina raunverulega nýtingin á náttúruaðlindum landsins sé raforkunýting. En þegar við ferðumst um ósnortna náttúru erum við að nýta hana, og þegar við njótum útsýnis og náttúrufegurðar erum við að nýta þessar ósnortnu náttúruaðlindir. Jafnvel þó að engir peningar skipti um hendur.

Það er augljóst að vöxtur ferðaþjónustunnar byggist á nýtingu náttúruauðlinda. Rannsóknir sýna að 80% af ferðamönnum koma hingað vegna náttúrunnar. Ef spár Samtaka ferðaþjónustunnar ganga eftir verða gjaldeyristekjur af ferðamennsku orðnar 760 milljarðar á ári eftir fimm ár. Til samanburðar gera bjartsýnustu spár Landsvirkjunar ráð fyrir 10-20 milljarða arði á ári. Af þessu má sjá að það er alls ekki augljóst að hagkvæmasta nýting náttúruauðlinda Íslands felist í raforkuframleiðslu.

Hugmyndir Samorku um að færa náttúruperlur á borð við Þjórsárver í nýtingarflokk og að fórna ósnortnum víðernum landsins til raforkuframleiðslu eru því ekki hugmynd um nýtingu, heldur krafa um að við fórnum öllum öðrum nýtingarmöguleikum fyrir hugmyndir þeirra.

Jafnvel hvort það sé ekki krafa um sóun, frekar en nýtingu.

Magnús Sveinn Helgason

2 athugasemdir við “Nýtingar- eða sóunarflokkur?

  1. Það er svo sannarlega rétt að ferðaþjónustan nýtir náttúruauðlindir þjóðarinnar. Fer ekki að koma tími til að hún greiði auðlindagjald fyrir þessi afnot sín, sem er eitt af hráefnunum í framleiðslu þeirra á verðmætum?

    Líkar við

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s