Grænt númer í þjónustuver Strætó

Sveinbjörg BIrna.
Sveinbjörg BIrna.

Á borgarstjórnarfundi 20. janúar á þessu ári lögðu Framsókn og flugavallarvinir fram tillögu um að símtöl hringjenda í þjónustuver ferðaþjónstu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu yrðu gerð gjaldfrjáls án tafar.

Þessarri ágætu tillögu var vísað til meðferðar velferðarráðs Reykjavíkurborgar að tillögu meirihlutans, Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata, en ljóst er öllum þeim sem fylgjast með borgarmálunum að þeim meirihluta finnst frekar leiðinlegt að taka ákvarðanir og vill frekar setja mál í nefndir heldur en að standa við efndir.

Velferðarráðsfundur í byrjun febrúar tók vel í tillöguna, en það má amk lesa úr bókun alls ráðsins sem var svohljóðandi:

„Velferðarráð tekur undir þau sjónarmið að gjaldfrjálst númer í þjónustuveri Strætó bs. myndi leiða til betri þjónustu við viðskiptavini. Hins vegar er eðlilegt að ákvörðun um þjónustuaukningu við viðskiptavini Strætó b.s verði tekin á vettvangi stjórnar Strætó b.s þar sem öll sveitarfélög sem standa að sameiginlegri ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk á höfuðborgarsvæðinu eiga sæti. Tillögunni er vísað til meðferðar stjórnar Strætó bs.“

En þeir vildu samt ekki taka ákvörðun heldur var tillögunni vísað til stjórnar Strætó bs.

Af þeim fundargerðum sem aðgengilegar eru á vefnum er ekki að sjá að stjórn Strætó bs hafi tekið þetta mál upp á fundunum sínum nú,  heilum fjórum mánuðum síðar.

Gréta Björg.
Gréta Björg.

Það hefur kannski verið þess háttar meðferð sem fleiri tillögur frá Velferðarráði Reykjavíkurborgar hafa fengið hjá stjórn Strætó bs., en haft er eftir fráfarandi formanni Velferðarráðs, Björk Vilhelmsdóttur í frétt á RÚV að Strætó hafi svolítið verið með eigin útfærslur í framkvæmd sem voru ekki í samræmi við stefnumótunina og uppleggið.  Það liggur þó fyrir í þessu „græna númers“ máli að stjórn Strætó er ekkert að flýta sér að afgreiða tillögur sem til hennar er beint frá fagráðum borgarinnar.

Höfundar eru:

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina

Gréta Björg Egilsdóttir, varaborgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s