Dagsform og duttlungar

Ingimar Karl Helgason, ritstjóri Reykavíkur vikublaðs. Mynd: Dagur Gunnarsson.
Ingimar Karl Helgason, ritstjóri Reykavíkur vikublaðs.
Mynd: Dagur Gunnarsson.

Dómur Hæstaréttar í máli níu Hraunavina markar nokkur tímamót. Eins og fram kemur í máli Skúla Bjarnasonar lögmanns þeirra hér í Reykjavík vikublaði, tekur Hæstiréttur undir náttúruverndarrök. Refsing fólksins er efnislega felld niður.

Þetta er allt hið undarlegasta mál og ljóst er, að þótt hér hafi orðið ákveðnar lyktir, þá er spurningum í málinu enn ósvarað. Það eru spurningar sem lúta að framgöngu lögreglu.

Enda þótt hér hafi Hraunavinir sannarlega unnið sigur, þá er hér hópur fólks sem hefur þurft að glíma við handtöku, ákærur og dóma um margra mánaða skeið. Og fyrir hvað? Fyrir að sitja á rassinum fyrir íslenska náttúru.

Því hefur ekki enn verið svarað hvernig á því stóð að allir þessir lögreglumenn voru staddir í Hrauninu þennan morgun. Lögreglumenn kunna jafnvel að hafa verið fleiri en þau sem söfnuðust saman snemma dags til friðsamlegra mótmæla.

Spennan var allnokkur þá um morguninn. Auðvitað hjá fólkinu sem þar settist niður. En ekki síst hjá lögreglumönnum. Það blasti við öllum og ég fékk reyndar að finna það af eigin raun. Ég var þarna við störf, ræddi við fólk og tók myndir.

Eins og áður við svona aðstæður gerði ég grein fyrir mér við yfirmann lögreglu á staðnum. Gekk svo til starfa. Eftir nokkra stund kom til mín lögreglumaður og skipaði mér burt. Útskýringar höfðu engin áhrif á viðkomandi. Heldur ekki sú staðreynd að kollegar mínir stóðu innar á svæðinu við sömu iðju, athugasemdalaust.

Skýringar og spurningar virtust heldur pirra laganna vörð sem beitti þá handaflinu og ýtti mér, svo harkalega, að ég missti jafnvægið og var næstum dottinn.

Ég gerði ekki mál úr þessu. Enginn slasaðist og ekki skemmdist myndavélin. Rétt er samt að halda svona atvikum til haga, þótt langt sé um liðið.

Eftir margra mánaða þvæling í kerfinu hafa níu Hraunavinir, sem voru teknir úr hópi tuga einstaklinga sem lögregla tók höndum, hlotið dóm fyrir að hlýða ekki.

Nú stendur það skýrt í lögunum að fólk eigi að verða við fyrirmælum lögreglunnar. En verða þau fyrirmæli ekki að styðjast við skýr og skiljanleg rök? Stundum er eins og fyrirmælin skýrist aðeins af duttlungum eða dagsformi. Ekki endilega einstakra lögreglumanna, heldur líka þegar „kerfið“ ákveður að sækja hóp fólks alla leið í Hæstarétt.

Svo höfum við litlu dæmin eins og mitt hér að ofan. Og hvað annað átti sér stað í miðborg Reykjavíkur á dögunum, þegar lögreglumaður bannaði íbúa að taka myndir af rútu sem var við það að bakka á húsið hans?

Ingimar Karl Helgason

Auglýsingar

Ein athugasemd við “Dagsform og duttlungar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s