Frelsi, jafnrétti og réttlæti fyrir alla!

Sema Erla Serdar, formaður Samfylkingarinnar í Kópavogi.
Sema Erla Serdar, formaður Samfylkingarinnar í Kópavogi.

Samfylkingin hélt á dögunum upp á 15 ára afmæli sitt en það var þann 5. maí árið 2000 að jafnaðarmenn á Íslandi sameinuðust undir formerkjum Samfylkingarinnar. Nú, 15 árum síðar, horfa eflaust margir stoltir um öxl enda hafa margir af draumum þeirra sem komu að stofnun flokksins orðið að veruleika.

Samfylkingin var stofnuð sem umbótaafl fyrir íslenskt samfélag og á þeim 15 árum sem hún hefur verið til hefur hún svo sannarlega látið til sín taka og sett mark sitt á íslenskt samfélag. Fyrir okkur sem seinna höfum komið að borðinu og viljum leggja okkar að mörkunum til þess að tryggja að hér verði byggt samfélag réttlætis og jöfnuðar erum oft spurð af því afhverju við höfum valið Samfylkinguna?

Í raun er svarið einfalt og má finna í stefnulýsingu sem samþykkt var á stofnfundi flokksins fyrir 15 árum síðan:

 „Allir menn eru fæddir jafnir og eiga jafnan rétt til þess að öðlast þroska, hagsæld og lífshamingju. Það er grundvallarsjónarmið Samfylkingarinnar að sérhverjum einstaklingi verði tryggð skilyrði til að rækta hæfileika sína og nýta í þágu eigin velferðar, samfélags síns og komandi kynslóða.Við viljum frelsi einstaklingsins sem frelsi allra einstaklinga, óháð kyni, kynþætti, trúar- og stjórnmálaskoðunum, félagslegum uppruna eða öðrum mun manna.“

Þrátt fyrir farsæla sögu Samfylkingarinnar er samfélag sem byggir á grunngildum jafnaðarmanna um frelsi, jafnrétti og réttlæti ennþá draumur. Samfélag þar sem grundvallar lífsgæði almennings eru tryggð, þar sem fólk getur lifað mannsæmandi lífi fyrir kaup sitt og samfélag sem byggist á réttlæti, umburðalyndi og velferð er fjarri raunveruleikanum, en mikilvægasta hlutverk þeirra sem fara með völd hverju sinni er auðvitað að tryggja stöðugleika í samfélaginu.

Í dag einkennist íslenskt samfélag hins vegar af stefnuleysi, óstöðugleika og átökum. Síðustu ár hafa einkennst af mikilli ólgu og krafan um aukinn jöfnuð, réttlæti og samkennd verður háværari með hverjum deginum sem líður.

Sjaldan eða aldrei hefur verið jafn mikil þörf fyrir sterkan jafnaðarmannaflokk á Íslandi og nú. Gildi jafnaðarstefnunnar hafa sjaldan átt meira erindi við Íslendinga en í dag og eitt helsta verkefnið framundan er að endurmóta íslenskt samfélag í anda hugsjóna jafnaðarmanna en fátt ræður fremur örlögum um framtíð okkar og komandi kynslóða en hvernig staðið er að uppbyggingu í samfélaginu.

Á 15 ára afmæli Samfylkingarinnar er mikilvægt að minnast þess að það er í eðli jafnaðarstefnunnar að vera í stöðugri þróun, og einstaklingar koma og fara, en eitt er víst, að sama hvað, þá eru grunngildi jafnaðarmanna um baráttuna fyrir frelsi, jafnrétti og samstöðu, ávallt þau sömu, og það eru þau gildi sem munu á endanum tryggja okkur samfélag stöðugleika og sáttar.

Höfundur er: Sema Erla Serdar
Formaður Samfylkingarinnar í Kópavogi

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s