Frú Ragnheiður verðlaunuð

Svala með viðurkenningarskjalið. Helga Sif Friðjónsdóttir, faglegur verkefnisstjóri Frú Ragnheiðar vinstra megin við hana á myndinni.
Svala með viðurkenningarskjalið. Helga Sif Friðjónsdóttir, faglegur verkefnisstjóri Frú Ragnheiðar vinstra megin við hana á myndinni.

Svala Jóhannnesdóttir, verkefnisstjóri Frú Ragnheiðar, tók á dögunum við Mannréttindaverðlaunum Reykjavíkurborgar, ásamt öðrum aðstandendum Frú Ragnheiðar.

Frú Ragnheiður er heilsugæsla á hjólum fyrir þá borgarbúa sem eiga erfitt með að leita sér aðstoðar hjá almennri heilsugæslu.  Skjólstæðingar Frú Ragnheiðar eru flestir útigangsfólk og fíklar og er þjónustan innt að hendi samkvæmt hugmyndafræði skaðaminnkunar.  Hún felur í sér að veita aðstoð á forsendum hvers og eins og á heimavelli notenda án þess að dæma líferni þeirra og þjóðfélagsstöðu. Reykjavíkurdeild Rauða krossins rekur Frú Ragnheiði. Sjálfboðaliðar sjá um megnið af vinnunni.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s