Skortur á heimildaleysi

Skortur á heimildaleysiMorgunblaðið fullyrti á forsíðu sinni á fimmtudag að ekki hefðu verið heimildir fyrir því að hlutir í Arion og Íslandsbanka færu til þrotabúa gömlu bankanna fyrir um fimm árum síðan. Heimild þessarar sagnfræði var ný umsögn Bankasýslu ríkisins til Alþingis um óskylt mál. Raunar er svo merkilegt að Bankasýslan heldur engu slíku fram sem fullyrt er í fréttinni. Heldur því að hlutir í bönkunum hefðu formlega skipt um hendur í janúar 2010. Alþingi samþykkti heimild sína 22. desember 2009. Því er vandséð hvaðan fullyrðing blaðsins kemur. Raunar var það svo að ítarlega var fjallað um þessi mál öll í greinargerð með frumvarpi til fjárlaga ársins 2010 sem þingmenn og aðrir fengu í hendur snemma um haustið 2009. Eftir athugasemdir Ríkisendurskoðunar var hin sérstaka heimild samþykkt. Allt hefur þetta komið áður í fréttum. Því vekur eðlilega undrun að aðrir fjölmiðlar hafi miðlað þessari furðusagnfræði Morgunblaðsins athugasemdalaust.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s