Á uppleið

Hafsteinn Thorarensen.
Hafsteinn Thorarensen.

Oftar sem endrum og eins opnaði forsætisráðherrann munninn hér fyrir stuttu og út hraut enn ein ræðan um hvað lífið væri æðislegt, gæftatími og góðar heimtur, allt á uppleið, nýtt heimsmet í algleymi án atrennu. Í slefandi rofi við raunveruleikann (þ.e. altengdur við internetið) froðufelldi ég af pirringi og þusti og sveiattaði mig út af vinstri vængnum og inná nýjar víddir andhægrisins, hvar ég hálfrænulaus rétt náði að aftengja mig áður en ekki var aftur snúið.

Málið er þó að þetta er ekki alls kostar alrangt hjá stráknum (hvað er málið með að þetta sé yngra en ég). Hér er vissulega allt á uppleið. Eftir langan gang eldsneytisins í gegnum lautir lægra verðs hefur uppgangan hafist. Sama er hægt að segja um húsnæðis- og leiguverð. Ekki má gleyma matarverðinu, og matarskattinum, bæði fóru þau upp, með innkaupakörfunni, sem lyftist við léttari byrðar aukins sparnaðar í innkaupum, og yfirdráttar- og kreditkortalánunum sem fólk notar til að koma sér yfir síðustu vikur hvers mánaðar. Þá voru stýrivextir færðir upp um eilítið og von á meiru. Ku vera vegna hækkandi verðbólgu, eða alla vega aukinna væntinga um bólgur í verði, sem aftur smitast út í verðtryggðu lánin og belgir þau út og upp. Ofan á allt þetta er svo meðalaldur Garðbæinga á hraðri uppleið.

Svona uppsveifla lítur kannski vel út á kortunum en getur farið úr böndunum ef ekkert er mótvægið, sem er sem betur fer að finna í þeirri Gulu okkar sem nú hefur hafið niðurganginn.

Hafsteinn Thorarensen

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s