Borgin við blokkirnar

Ingimar Karl Helgason, ritstjóri Reykavíkur vikublaðs. Mynd: Dagur Gunnarsson.
Ingimar Karl Helgason, ritstjóri Reykavíkur vikublaðs.
Mynd: Dagur Gunnarsson.

„Esjan á verulegan þátt í þeirri samsemd að vera Reykvíkingur. Esjan er meðal annars veðurstöð margra Reykvíkinga. Með því einu að líta fjallið augum má lesa veður og árstíð. Esjan er eitt mikilvægasta kennileiti borgarinnar og hún er hluti af þeim lífsgæðum að búa í borginni.“

Svona er komist að orði í texta aðalskipulags borgarinnar. Mörg háhýsi hafa risið í miðbænum undanfarin ár og eiga enn eftir að rísa. Þeir sem þar búa hafa forgang að þeim gæðum sem eru ekki eru talin ómerkilegri en svo að vera einn grunnþáttanna í sjálfsmynd okkar. Þetta er ekki skrifað út í bláinn. Borgin við Sundin er dæmi um hvernig slíkt hugmynd tengist verunni hér.

Það er svo stutt síðan allir voru að tapa sér yfir „Reykjavik skyline“ þegar horft var frá Sundunum. Þá gleymdist að skoða hvernig heimurinn blasti við hinum megin frá. Kannski var það ekki talið merkilegt.

Útsýnið er svo sjálfsagt oft. Það er okkur samt mikilvægara en við hugsum um dags daglega. Oftast þarf ekki að fara langt til að sjá Esjuna, Elliðaár, Hengilinn, sólríka Móskarðshnjúka eða Sundin.

Samt er hægt að taka útsýnið. Skrúfa bara fyrir umhverfið sem svo stendur aðeins hæstbjóðendum til boða.

Milljón króna fermetraverð í óbyggðu húsi. Milljón fyrir skika af ósýnilegu lofti. Hún verður ekki úr gulli fullbyggð. Henni fylgja engin óbrjótanleg loforð um hamingju, heilsu og langlífi. Verðmætin eru bókstaflega út um gluggann. Úr stofunni blómstrar sjálfsmyndin í fjallasýn og Sunda. Öðrum er boðin bakhlið á blokk.

Hugmyndafræði úr fortíðinni. Dauð og grafin. Samt virðist hún ætla að hanga á okkur eitthvað áfram. Sumum er boðið að borga fyrir að búa í borginni við Sund. Öðrum er boðin borgin við blokkirnar.

Ingimar Karl Helgason, ritstjóri Reykjavíkur vikublaðs

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s