Hundruð íbúa leggjast gegn stórframkvæmdum

Fulltrúar íbúa afhenda borgarstjóra athugasemdir hundruða íbúa Lauganeshverfsi vegna skipulagstillögu við Grand  hotel og Blómavalsreit.
Fulltrúar íbúa afhenda borgarstjóra athugasemdir hundruða íbúa Lauganeshverfsi vegna skipulagstillögu við Grand hotel og Blómavalsreit.

Vel á fjórða hundrað íbúa í allra næsta nágrenni Sigtúns 38 og 40 í Lauganeshverfi, leggjast gegn hugmyndum um nýtt deiliskipulag á reitnum. Of mikið eigi að byggja, en auk þess er gagnrýnt að slíkt stórmál hafi ekki hlotið betri kynningu. Kynningarfundur um málið hafi verið haldinn á miðjum sumarleyfistíma og dreifibréf um hann aðeins borist fáum. Enn vanti svör svið mörgum spurningum íbúanna og þeir óska þess einnig að frestur til þess að gera athugasemdir til skipulagstillöguna verði lengdur fram í október.

Greint var frá málinu í prentaðri útgáfu Reykjavíkur vikublaðs sem dreift er til allra heimila í höfuðborginni og á Seltjarnarnesi. Því miður veita fyrirsögn og upphaf fréttarinnar ekki rétta mynd af umfangi athugasemda og enn síður viðhorfum íbúanna til tillögunnar. Í frétt blaðsins var fullyrt, bæði í fyrirsögn og upphafi, að fáar athugasemdir hefðu borist. Þær voru tíu samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg. Um þær var spurt síðdegis á fimmtudag, skömmu áður en gengð var frá efni blaðsins í umbrot og prentun, eins og endranær. Í prentfréttinni vantaði að nefna að frestur hefði ekki verið runninn út þegar spurt var um fjöldann. Hann rann út daginn eftir, sama dag og blaðið er prentað. Ritstjóri hafði haft veður af fjölda undirskifta íbúa þann dag, en náði ekki að tryggja að þær færu staðfestar í blaðið, áður en það var sent til prentunar.

Fjölmargir íbúar í hverfinu urðu enda mjög undrandi þegar þeir fengu blaðið í morgun – sumir urðu raunar bálreiðir – og lásu fullyrðingu um að fáar athugasemdir hefðu borist um skipulagstillöguna. Enda var útbreidd vitnekja meðal íbúa hverfisins um 340 undirskriftir í allra næsta nágrenni, og það á miðjum sumarleyfistíma. Hundruðum áskorana verður seint lýst með orðinu fáir.

Reykjavík vikublað biður lesendur afsökunar á því að hafa í frétt blaðsins í morgun gefið ranga mynd af þessari stöðu mála.

Það átti þó sem betur fer ekki við þann hluta fréttarinnar þar sem tillögunni og breytingum frá eldri hugmyndum er lýst í meginatriðum. Þarna stendur til – og hefur raunar staðið til um alllangt skeið – að bæta við hótelið sem fyrir er fyrir með sínum háum turni. Nú er einnig lagt til að samþykkt verði að blokkir, allt að sex hæðir, með 120 íbúðum verði reistar við Sigtún 40 þar sem á að vera gróðurskáli, samkvæmt gildandi skipulagi.

Helstu breytingar sem verða við Sigtún 38, fari óbreytt tillaga í gegn, eru samkvæmt kynningargögnum sem finna má á vefsvæði umhverfis- og skipulagssviðs borgarinnar, að byggingar á reitnum verði brotnar upp, miðað við fyrri áform. Þetta er sagt gert til að „milda yfirbragð gagnvart íbúðabyggðinni við Sigtún“. Þar segir einnig að nýbyggingar verði sex til níu hæðir, þrjár hæðir upp fyrir íbúðablokkirnar.

Við Sigtún 40 er lagt til að reisa megi sex fjölbýlishús sem verði þrjár og upp í sex hæðir, 120 íbúðir alls. Segir þar að í fimmtung grunnfletar á fyrstu hæð húsanna eigi að vera verslun og þjónusta. Bílastæði verði í kjallara, eitt á íbúð. Einnig segir þar að fjórðung íbúðanna verði að miða við þarfir þeirra „sem ekki vilja leggja eða geta ekki lagt mikið fé í eigið húsnæði,“ segir í kynningargögnum. Það taki mið af markmiðum húsnæðisstefnu aðalskipulags borgarinnar.

Íbúar telja hins vegar að 120 íbúðir á svæðinu auk stækkun hótels vera alltof mikið byggingarmagn og í engu samræmi við nýtingarhlutfall hverfis. Bæði leik-og grunnskóli hverfisins séu yfirfullir og því mikilvægt að fá skýr svör  frá borginni um það. Níu hæða turn við Grand hotel veki spurningar sem þarfnist svara, meðal annars um skuggavarp. Eins þurfi gleggri upplýsingar um margt sem tengist umferðarmálum.

Ein athugasemd við “Hundruð íbúa leggjast gegn stórframkvæmdum

  1. Langar að benda á að af 500 bréfum vegna kynningarfundar 23. júní fengu íbúar Sigtúns,Laugateigs og Hofteig aldrei þau bréf í hendur aftur á móti fréttist af 1 bréfi við Kirkjuteig. Þetta mál ber öll merki þöggunar eins og þegar Grand Hótel var hækkað á sínum tíma sem var samþykkt í skjóli sumars, þegar flestir íbúar voru í sumarleyfi. Íbúar hverfisins hafa krafist þess að annar kynningarfundur verði haldinn og þá þegar sem flestir íbúar eigi heimangengt. Við viljum íbúalýðræði í þessu hverfi og að hlutirnir séu gerðir í sátt við íbúa sem margir hverjir hafa búið hér í áratugi .

    Líkar við

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s