Trompaði turninn aðalskipulagið?

Turninn
Enda þótt gildandi aðalskipulag Reykjavíkur kveði skýrt á um fimm hæða hámarkshæð nýrra bygginga í miðbænum, eru turnar að rísa á grunni úreltra hugmynda. Turn sem rís á mótum Frakkastígs og Skúlagötu spillir útsýninu að Sundum og Esju.

Sextán hæða íbúðaturn sem kann að rísa á svonefndum Barónsreit, við mörk Skúlagötu og Barónstígs verður þrisvar sinnum hærri en heimildir aðalskipulags borgarinnar gera ráð fyrir. Þar er gert ráð fyrir að byggingar á þessum stað í miðbænum fari ekki yfir fimm hæðir.

Umhverfis- og skipulagsráð borgarinnar samþykkti samt sem áður að senda í kynningu tillögu um nýtt skipulag á svæðinu, með þessum turni. Í gildandi deiliskipulagi sem er allmörgum árum eldra en aðalskipulagið, gerir m.a. ráð fyrir 3 15 hæða íbúðablokkum. Þar er jafnframt heimild til mikils niðurrifs timburhúsa og fleira.

Fulltrúar meirihlutans í Reykjavík hafa undanfarið ár rætt óformlega við lóðahafa um skipulagið. Tekist hefur verið á um málið, en afurðin er tillagan sem verður auglýst. Aðalskipulag Reykjavíkur er afdráttarlaust um hæð bygginga, einkum á þessu svæði miðbæjarins. Formaður ráðsins segir að aðalskipulagið ógildi ekki eldra deiliskipulag. Lóðarhafi gæti hafa átt háa bótakröfu á borgina, ef borgin hefði einhliða breytt skipulaginu. Til þess að samningsniðurstaðan geti gengið fram, varð að breyta aðalskipulagi, vegna hæðar turnsins. Það var gert án þess að breytingin væri kynnt með þeim rökum að breytingin væri „óveruleg“.

Ítarlega er fjallað um málið í Reykjavík vikublaði.

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s