Íslenska leiðin

Íslenska leiðinÞað fór allt á hliðina nýlega þegar fréttir komu um að forsætisráðherra hefði sætt tilraun til fjárkúgunar. Hótað hefði verið að upplýsa um hvernig hópur valdafólks hafi komist yfir fjölmiðil með aðstoð hins fyrrnefnda, hafa fjölmiðlar sagt. Í framhaldinu fullyrti Jónas Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóri – sem margir taka mark á – að þetta væri ekkert minna en áfall fyrir blaðamennskuna. Meintir ódæmdir gerendur í þessu máli eru nefnilega félagar í Blaðamannafélagi Íslands. „Blaðamannafélagið verður og hlýtur að fordæma þessi vinnubrögð systranna.“ Auðvitað blasir við öllum hvernig við hljótum að eiga að bregðast á við baktjaldamakki, siðleysi og spillingu valdafólks og æðstu ráðamanna. Séu til óhrekjanleg gögn sem staðfesta samsæri gegn almenningi, þá er fyrsta og eina svarið auðvitað krafa um að Blaðamannafélagið álykti um einstaka félagsmenn. Það þarf að stofna hóp á Facebook. Það þarf að safna undirskriftum. Ekki verður unað við þögn Blaðamannafélagsins öllu lengur.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s