Systkini sameinuð

Magnús Már Guðmundsson, varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Magnús Már Guðmundsson, varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar.

Systkinaforgangur í leikskólunum var aflagður árið 2008 með þeim rökum að að slíkur forgangur gengi í berhögg við jafnræðisreglu stjórnsýsluréttar. Á þeim liðlega sjö árum sem liðin eru frá þeim tíma hefur þeim systkinum fjölgað talsvert sem ekki ganga í sama leikskóla, með tilheyrandi óþægindum fyrir börnin sjálf og foreldra þeirra. Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar hefur nú samþykkt breytingar á innritunarreglum í leikskóla borgarinnar, sem koma til móts við börn og barnafjölskyldur innan þeirra marka sem jafnræðisreglan setur borgaryfirvöldum.

Nýju innritunarreglurnar gera nú ráð fyrir svonefndu systkinatilliti. Í því felst að börn sem eiga systkini í umsóknarleikskóla njóta systkinatillits í viðkomandi leikskóla svo framarlega sem þeim börnum sem eru fyrir framan þau á biðlista býðst rými í öðrum leikskóla sem foreldrar setja til vara.

Breytingin er mikið fagnaðarefni. Sæunn Kjartansdóttir, sálgreinir hjá Miðstöð forelda og barna, hefur bent á að mikilvægi leikskóla einskorðist ekki við nám heldur sé hann samastaður barna, nánast eins og annað heimili þeirra. Eðilegast sé því að systkini eigi sér sama samastað utan heimilis þeirra. Að auki finni yngri börn oftar en ekki öryggi í því að vita af eldra systkini sínu í grenndinni óháð því að hvort þau séu á sömu deild eða ekki. Að auki sé það dýrmætt að systkini eigi sameiginlegan reynsluheim sem þau deili sín á milli eða með fjölskyldu. Þar fyrir utan myndist samfella og meiri tengsl fjölskyldna við starfsfólk sem gagnast öllum, ekki síst börnunum.

Fyrir utan ávinning barnanna sjálfra má nefna hið augljósa hagræði sem í breytingunum felast, en umtalsverður tímasparnaður felst í því fyrir foreldra að fara aðeins á einn stað með börnin, sem að sama skapi leiðir til minni ferðalaga, styttri heildarvistunartíma og minni fjarveru frá vinnu, þegar um sömu skipulags- og viðburðadaga í leikskóla er ræða.

Heilt á litið er breytingin því afar jákvæð, enda komið til móts við þau sjónarmið að mikilvægt sé að systkini geti verið á sama leikskóla í borginni. Áfram heldur Reykjavíkurborg að vera í fararbroddi fyrir börn og barnafjölskyldur og meðal annarra áherslumála sem unnið hefur verið síðast liðið ár er systkinaafsláttur þvert á skólastig, hærri frístundastyrkur og lægri leikskólagjöld. Reykjavík er – og verður áfram – barnvæn borg.

Magnús Már Guðmundsson, varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s