Á réttri leið

Ingimar Karl Helgason, ritstjóri Reykavíkur vikublaðs. Mynd: Dagur Gunnarsson.
Ingimar Karl Helgason.
Mynd: Dagur Gunnarsson.

Tíðndi á bak við frásögn í blaði, geta haldið mikilvægi sínu, þótt frétt um það sé ekki birt samdægurs. Þannig er með þann mikilvæga gjörning sem fjallað er um hér í blaðinu, en fyrr í sumar var endurnýjaður samningur Reykjavíkurborgar við Samtökin ’78 um fræðslu og þjónustu. Ekki aðeins var ákveðið að halda samstarfinu áfram heldur að bæta í.

Hér hefur verið fjallað um reynsluna af samstarfi grunnskóla og Samtakanna í Foldaskóla. Hulda María Magnúsdóttir, fagstjóri í lífsleikni, segir kennara þar telja fræðslu um hinsegin mál nauðsynlegan hluta af fræðslunni. Allt mun þetta jafnt og þétt auka skilning og umburðarlyndi fyrir breytileikanum í samfélaginu. Þetta snýst heldur ekki aðeins um sjálft hinsegin fólkið heldur líka fjölskyldur og vini, eins og haft er eftir Hilmari Hildarsyni Magnúsarsyni, formanni Samtakanna ’78 í blaði dagsins.

Því miður þrífast enn ýmsir og stundum alvarlegir fordómar í garð hinsegin fólks. Fólk er beitt ofbeldi eða útskúfun. Svo hafa ýmsir æpt og öskrað þegar fjallað hefur verið opinberlega um hinsegin fræðsluna.

„Það sem er verið að ræða eru mismunandi tegundir kynhneigðar og þær tilfinningar sem því tengjast að falla fyrir annarri manneskju,“ sagði Hulda María þegar hún útskýrði út á hvað fræðslan gengur, auk umræðu um réttindamál og fleira. Gylfar Ægissynir þessa heims gætu sofið vært.

Sömu mál, hinsegin fræðsla, eru í athugun í nágrannasveitarfélögunum Kópavogi og Hafnarfirði. Frumkvæði Reykjavíkurborgar skiptir hér máli.

Það er á fleiri sviðum sem þekking og skilningur skipta máli. Nichole Leigh Mosty, formaður hverfisráðs í Breiðholti, lýsir fordómum sem finnast á grundvelli þjóðernis. Og flestir verða kannski hissa. Fordómar í garð fólks sem býr í sama umhverfi, jafnvel sömu blokk, kaupir inn í sömu verslun og er með börnin sín í sama leikskóla. En þetta má í alvöru yfirvinna. Það er mikill styrkur fólginn í fjölbreytni. Þekking og fræðsla eru hér lykilatriði. Þar vinna margir gott starf.

Ingimar Karl Helgason

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s